Enski boltinn

Líkir eigendum Liverpool við flækingsketti

Eigendur Liverpool eru ekki hátt skrifaðir hjá stjóra Luton
Eigendur Liverpool eru ekki hátt skrifaðir hjá stjóra Luton NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnustjóri Luton, Kevin Blackwell, undirbýr nú lið sitt fyrir erfiðan leik gegn Liverpool á Anfield í kvöld þar sem liðin mætast í aukaleik í þriðju umferð bikarkeppninnar.

Blackwell fór ekki leynt með skoðanir sínar á vinnubrögðum eigenda Liverpool, sem í gær uppýstu að þeir hefðu rætt við Jurgen Klinsmann um að taka við starfi Benitez ef illa færi.

Þetta fór mjög fyrir brjóstið á stjóra Luton.

"Það er hneyksli að Tom Hicks skuli ekki veigra sér við að fara svona á bak við stjóra sinn. Rafa er greinilega feigur í starfi sínu. Knattspyrnustjórar sætta sig við það að missa starfið á einhverjum tímapunkti en ef stjórnarmenn eru með hugarfar flækingskatta, er ekki hægt að fara fram á að lið þeirra nái árangri. Stjórnin á að vera grunnur félagsins og setja gott fordæmi út á við," sagði Blackwell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×