Enski boltinn

Houllier má taka við Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn franska knattspyrnusambandsins segja ekkert því til fyrirstöðu að leyfa Gerard Houllier að taka við Newcastle ef enska félagið hafi áhuga á að ráða hann. Houllier er nú orðinn einn af líklegustu eftirmönnum Sam Allardyce, en hann gegnir starfi tæknistjóra hjá franska landsliðinu í dag.

Veðbankar á Englandi eru enn á því að Kevin Keegan sé líklegastur í starfið og þá er enn ekki útséð með Alan Shearer, fyrrum fyrirliða liðsins.

Gerard Houllier var áður knattspyrnustjóri Liverpool og Lyon í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×