Enski boltinn

Fred sagður á leið til Tottenham

NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski framherjinn Fred hjá Lyon í Frakklandi mun vera á leið til Tottenham á næstu tveimur dögum ef marka má frétt Sky í morgun. Leikmaðurinn hefur verið eftirsóttur í Frakklandi og á Englandi, en hann hefur staðfest frekari viðræður sínar við Lundúnaliðið í samtali við franska blaðið L´Equipe.

"Við eigum eftir að funda með Tottenham og félagið ætlar að gera okkur annað tilboð," sagði umboðsmaður leikmannsins.

Ef Fred gengur í raðir Tottenham er kaupverðið sagt vera í kring um 9 milljónir punda, en þá yrði hann fimmti framherjinn í herbúðum liðsins. Það verður því að teljast líklegt að eitthvað af þeim slúðursögum sem hafa verið á lofti í kring um sölu á framherjum Tottenham séu sannar, því menn eins og Jermaine Defoe og Darren Bent hafa lítið sem ekkert fengið að spila með liðinu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×