Handbolti

Landsliðið kvaddi með sigri á Tékkum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Logi Geirsson var ekki með íslenska landsliðinu í þessum leik í kvöld vegna meiðsla.
Logi Geirsson var ekki með íslenska landsliðinu í þessum leik í kvöld vegna meiðsla. Mynd/Valli

Íslenska landsliðið vann það tékkneska í æfingaleik í annað sinn í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM sem hefst á fimmtudag.

Ísland vann 33-28 sigur en staðan í hálfleik var 15-12 fyrir íslenska liðið. Hannes Jón Jónsson skoraði sjö mörk, öll í seinni hálfleik, og var markahæstur hjá Íslandi.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi:

21:02 LEIK LOKIÐ: Ísland - Tékkland 33-28

Leiknum er lokið. Ísland vann með fimm marka mun.

Tölfræði leiksins:

Ísland - Tékkland 33-28 (15-12)




Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 2-4, 6-4, 6-6, 8-8, 10-10, 13-10, 14-11, (15-12), 15-13, 19-13, 23-18, 25-22, 28-22, 30-25, 32-27, 33-28.

Mörk Íslands (skot):

Hannes Jón Jónsson 7 (8)

Ólafur Stefánsson 6/1 (9/2)

Guðjón Valur Sigurðsson 6 (10/1)

Róbert Gunnarsson 4 (6)

Jaliesky Garcia 4 (8)

Snorri Steinn Guðjónsson 3 (7)

Alexander Petersson 2 (6)

Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1)

Vignir Svavarsson 0 (1)

Varin skot:

Birkir Ívar Guðmundsson 10/1 (28/4, 36%, 40 mín)

Hreiðar Guðmundsson 8 (18/3, 44%, 20 mín)

Vítanýting: Skorað úr 1 af 3.

Fiskuð víti: Vignir 2, Róbert 1.



Mörk úr hraðaupphlaupum
: 11 (Guðjón Valur 4, Ólafur 3, Alexander 2, Hannes 1 og Róbert 1).

Utan vallar: 8 mínútur (Ásgeir 2, Sigfús 1 og Alexander 1).

Markahæstir hjá Tékklandi:

Karel Nocar 5 (6)

Jan Sobol 5/5 (6/5)

Petr Hruby 4 (7)

Alois Mraz 4 (8)

Varin skot:

Petr Stochl 11 (42/3, 26%, 55 mín).

Martin Galia 0 (2, 5 mín)

Mörk úr hraðaupphlaupum: 9

Vítanýting: Skorað úr 6 af 7.

Utan vallar: 8 mínútur.

20:58 Ísland - Tékkland 33-28

Hannes Jón er heldur betur að stimpla sig inn og hefur skorað sjö mörk og er markahæstur í íslenska liðinu. Alexander Petersson var að skora sitt annað mark í leiknum. Rúmar tvær mínútur eru eftir

20:55 Ísland - Tékkland 30-26

Hannes skoraði sitt fimmta mark. Tvö síðustu vítaköst íslenska liðsins hafa farið forgörðum. Guðjón Valur kom Íslandi í 30-25 eftir hraða sókn en Tékkar minnkuðu strax muninn. Rúmar fimm mínútur eftir af leiknum.

20:48 Ísland - Tékkland 28-23

Guðjón Valur skoraði tvö mörk í röð og kom Íslandi í fimm marka forystu. Hreiðar Guðmundsson er kominn í mark íslenska liðsins og hefur varið fjögur skot síðan hann kom inná. Hann er með 50% markvörslu. Ásgeir Örn er kominn á blað.

20:43 Ísland - Tékkland 25-22

Hannes Jón ætlar svo sannarlega ekki að vera skilinn eftir heima. Hann er búinn að skora fjögur mörk í seinni hálfleiknum.

20:39 Ísland - Tékkland 24-20

Hlutirnir hafa gerst hratt hér síðustu mínútur. Ólafur er búinn að skora sitt sjötta mark og Róbert sitt fjórða. Hannes hefur skorað þrjú mörk. Ísland með fjögurra marka forystu þegar tæplega þrettán mínútur eru liðnar af seinni hálfleik.

20:36 Ísland - Tékkland 21-17

Hannes Jón Jónsson hefur skorað sín fyrstu mörk í leiknum, skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Ólafur Stefánsson hefur skorað mest fyrir íslenska liðið eða fimm mörk.

20:31 Ísland - Tékkland 19-15

Íslenska liðið náði sex marka forskoti en Tékkar hafa skorað tvö síðustu mörk.

20:27 Ísland - Tékkland 17-13

Tékkar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins en svo skoruðu Snorri Steinn og Ólafur. Rúmar þrjár mínútur liðnar af seinni hálfleik.

20:11 HÁLFLEIKUR: Ísland - Tékkland 15-12

Garcia er kominn á skrið og hefur skorað fjögur mörk fyrir íslenska liðið og er markahæstur á vellinum. Kominn er hálfleikur. Róbert Gunnarsson skoraði síðasta markið hálfleiknum eftir mikla baráttu.

Mörk Íslands:



Jaliesky Garcia 4

Róbert Gunnarsson 3

Guðjón Valur Sigurðsson 3

Ólafur Stefánsson 3

Snorri Steinn Guðjónsson 1

Alexander Petersson 1



Varin skot:


Birkir Ívar Guðmundsson 7/1 (37%)

20:07 Ísland - Tékkland 13-10

Átta mínútna kafli þar sem Tékkar hafa ekki náð að skora. Birkir Ívar m.a. búinn að verja víti. Guðjón Valur skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Um tvær mínútur í hálfleikinn.

20:03 Ísland - Tékkland 12-10

Garcia kom Íslandi í 12-10 með tveimur mörkum í röð.

19:58 Ísland - Tékkland 10-9

Mörkunum er að rigna inn núna. Róbert Gunnarsson átti skemmtilega vippu hér rétt áðan og þá hafa Snorri Steinn og Jalieski Garcia komist á blað með sínum fyrstu mörkum.

19:55 Ísland - Tékkland 7-7

Leikurinn er virkilega sveiflukenndur og Tékkar gerðu þrjú mörk í röð áður en Alexander Petersson jafnaði í 7-7. Sextán mínútur eru liðnar af leiknum.

19:50 Ísland - Tékkland 6-4

Tékkar hafa ekki skorað í rúmar fimm mínútur meðan Íslendingar hafa skorað fjögur mörk á þeim kafla. Ólafur Stefánsson hefur verið heitur og er kominn með þrjú mörk. Róbert er kominn með eitt og Guðjón Valur tvö.

19:45 Ísland - Tékkland 2-4

Ólafur Stefánsson kom Íslandi í 2-1 en svo skoruðu Tékkar þrjú mörk í röð. Markvörður þeirra, Martin Galia, meiddist þegar hann fékk boltann í andlitið og er nú að reyna að jafna sig á varamannabekknum. Átta mínútur eru liðnar af leiknum.

19:39 Ísland - Tékkland 1-1

Guðjón Valur Sigurðsson kom Íslandi yfir með fyrsta marki leiksins en Tékkar jöfnuðu úr vítakasti.

Byrjunarlið Íslands var svona: Birkir Ívar, Guðjón Valur, Snorri Steinn, Garcia, Róbert, Alexander, Ólafur.

19:33

Búið er að leika þjóðsöngva beggja þjóða og leikurinn í þann mund að hefjast.

19:11

Nokkrar breytingar eru á leikmannahópi íslenska liðsins frá því í leiknum í gær. Birkir Ívar, Sigfús Sigurðsson og Hannes Jón Jónsson eru komnir til landsins frá Noregi og eru í hópnum í kvöld.

Markvörðurinn Roland Valur Eradze á við meiðsli að stríða og mjög ólíklegt að hann verði með á Evrópumótinu. Sama á við um Arnór Atlason. Þá er Logi Geirsson ekki í hópnum í kvöld vegna tognunar á læri en ekki er vitað hvaða áhrif það hefur á þátttöku hans á EM.

Markverðir:

12 Birkir Ívar Guðmundsson

16 Hreiðar Levý Guðmundsson



Aðrir leikmenn:


2 Vignir Svavarsson

4 Bjarni Fritzson

5 Sigfús Sigurðsson

6 Ásgeir Örn Hallgrímsson

9 Guðjón Valur Sigurðsson

10 Snorri Steinn Guðjónsson

11 Ólafur Stefánsson

15 Alexander Petersson

17 Sverre Andreas Jakobsson

18 Róbert Gunnarsson

19 Jaliesky Garcia

25 Hannes Jón Jónsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×