Handbolti

54 leikmenn yfir tvo metra á EM

Laszlo Nagy er 209 sentimetrar á hæð
Laszlo Nagy er 209 sentimetrar á hæð NordicPhotos/GettyImages

Norskir hóteleigendur hafa sumir hverjir þurft að bregðast við hæð gesta sinna nú þegar líður að EM í handbolta. Alls eru 54 leikmenn á mótinu yfir 2 metrar á hæð.

Ansi hátt hlutfall leikmanna sem koma nálægt mótinu eru yfir 190 cm á hæð eða hátt í 300 manns. Rússarnir eiga flesta risa á mótinu og eru með sex leikmenn yfir tvo metra á hæð.

Hæsti leikmaður mótsins er skyttan Laszlo Nagy frá Ungverjalandi, en hann er 209 cm á hæð og urðu hóteleigendur í Drammen að bregðast við hæð hans með því að byggja við rúmið hans og lengja það um 12 sentimetra.

Danski landsliðsmaðurinn Lars Rasmussen er lægsti leikmaður mótsins, en hann er aðeins 170 sentimetra hár - næstum 40 sentimetrum lægri en risinn Nagy frá Ungverjalandi, sem leikur með Barcelona á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×