Enski boltinn

Ronaldo vill enga hvíld

NordicPhotos/GettyImages

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist ekki kæra sig um neina hvíld og vill spila alla leiki liðsins.

Knattspyrnumaður ársins hefur verið í frábæru formi í síðustu leikjum og skoraði þrennu í stórsigri á Newcastle um síðustu helgi. Um þetta leiti á síðustu leiktíð gaf Sir Alex Ferguson honum nokkurra daga frí í Dubai til að kasta mæðinni en ekkert slíkt verður uppi á teningnum hjá honum á þessu ári.

"Ég fékk frí í fjóra eða fimm daga í fyrra en núna vil ég bara spila, skora mörk, leggja upp mörk og hjálpa liðinu mínu. Ég nýt mín vel og þó sé ekki mikil sól hérna í augnablikinu, er veðrið ekki það sem skiptir mestu máli," sagði Ronaldo, sem hefur skorað 22 mörk í 25 leikjum fyrir United í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×