Liverpool og Tottenham áfram Elvar Geir Magnússon skrifar 15. janúar 2008 21:23 Defoe fer framhjá Ívari Ingimarssyni í leiknum í kvöld. Í kvöld fóru fram aukaleikir í 3. umferð FA-bikarsins. Þau lið sem höfðu skilið jöfn fyrstu helgi ársins mættust að nýju. Fresta þurfti nokkrum leikjum þar sem úrhellis rigning á Bretlandseyjum hafði sitt að segja. Liverpool - Luton 5-0 Liverpool gerði aðeins jafntefli á heimavelli 2. deildarliðsins Luton og því þurftu þessi lið að mætast að nýju á Anfield. Rafael Benítez hvíldi Fernando Torres og Steven Gerrard í fyrri leiknum en hann þorði ekki að gera það aftur og báður voru í byrjunarliðinu í kvöld. Heimamenn sóttu stíft í fyrri hálfleiknum en allt stefndi í að markalaust yrði í hálfleik þegar Ryan Babel náði að skora í uppbótartíma. Snemma í seinni hálfleik gerði Gerrard síðan út um þetta einvígi þegar hann kom Liverpool í 2-0. Við þetta gáfu gestirnir eftir og Finninn Sami Hyypia skoraði þriðja mark Liverpool með skalla en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór í netið. Gerrard bætti síðan við tveimur mörkum í röð og innsiglaði þrennu sína. Reading - Tottenham 0-1 Slagur tveggja úrvalsdeildarliða. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. Steve Coppell, stjóri Reading, leyfði sér að hvíla marga lykilmenn í leiknum í kvöld. Tottenham var betra liðið í fyrri hálfleiknum og komst yfir með marki frá Robbie Keane. Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum en heimamenn skutu þó í tréverkið. Tottenham hrósaði sigri. Tottenham mætir Manchester United í fjórðu umferð keppninnar. West Brom - Charlton 2-2 West Brom áfram eftir vítakeppni Roman Bednar kom West Brom yfir í leiknum eftir fyrirgjöf Jonathan Greening. James Morrison bætti við marki áður en Darren Ambrose náði að minnka muninn. Undir lokin jafnaði Charlton með marki Chris Dickson og leikurinn fór í framlengingu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni. Þar voru leikmenn West Bromwich skotvissari og endaði vítakeppnin 4-3. Millwall - Walsall 2-1 Ben May tók forystuna fyrir Millwall og Gary Alexander bætti við marki. Alex Nicholls minnkaði muninn fyrir Walsall í seinni hálfleik. Bury - Norwich 2-1 Norwich er í 1. deildinni en Bury leikur í 2. deild. Ben Futcher kom Bury óvænt yfir og Andy Bishop bætti síðan við öðru marki fyrir heimamenn í seinni hálfleik. Gamla brýnið Dion Dublin minnkaði muninn fyrir Norwich sem komst þó ekki lengra og úrslit leiksins ansi óvænt. Leikirnir í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar: Arsenal - Stoke City/Newcastle Coventry - Millwall Oldham - Huddersfield Town Swindon/Barnet - Fulham/Bristol Rovers Wigan - Chelsea Liverpool - Swansea/Havant & Waterlooville Southend - Barnsley Southampton - Bury Manchester United - Tottenham Portsmouth - Plymouth Derby/Sheffield Wednesday - Preston Watford - Wolves Peterborough - WBA/Charlton Sheffield United - West Ham/Manchester City Mansfield - Middlesbrough Tranmere/Hereford - Cardiff Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Í kvöld fóru fram aukaleikir í 3. umferð FA-bikarsins. Þau lið sem höfðu skilið jöfn fyrstu helgi ársins mættust að nýju. Fresta þurfti nokkrum leikjum þar sem úrhellis rigning á Bretlandseyjum hafði sitt að segja. Liverpool - Luton 5-0 Liverpool gerði aðeins jafntefli á heimavelli 2. deildarliðsins Luton og því þurftu þessi lið að mætast að nýju á Anfield. Rafael Benítez hvíldi Fernando Torres og Steven Gerrard í fyrri leiknum en hann þorði ekki að gera það aftur og báður voru í byrjunarliðinu í kvöld. Heimamenn sóttu stíft í fyrri hálfleiknum en allt stefndi í að markalaust yrði í hálfleik þegar Ryan Babel náði að skora í uppbótartíma. Snemma í seinni hálfleik gerði Gerrard síðan út um þetta einvígi þegar hann kom Liverpool í 2-0. Við þetta gáfu gestirnir eftir og Finninn Sami Hyypia skoraði þriðja mark Liverpool með skalla en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór í netið. Gerrard bætti síðan við tveimur mörkum í röð og innsiglaði þrennu sína. Reading - Tottenham 0-1 Slagur tveggja úrvalsdeildarliða. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. Steve Coppell, stjóri Reading, leyfði sér að hvíla marga lykilmenn í leiknum í kvöld. Tottenham var betra liðið í fyrri hálfleiknum og komst yfir með marki frá Robbie Keane. Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum en heimamenn skutu þó í tréverkið. Tottenham hrósaði sigri. Tottenham mætir Manchester United í fjórðu umferð keppninnar. West Brom - Charlton 2-2 West Brom áfram eftir vítakeppni Roman Bednar kom West Brom yfir í leiknum eftir fyrirgjöf Jonathan Greening. James Morrison bætti við marki áður en Darren Ambrose náði að minnka muninn. Undir lokin jafnaði Charlton með marki Chris Dickson og leikurinn fór í framlengingu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni. Þar voru leikmenn West Bromwich skotvissari og endaði vítakeppnin 4-3. Millwall - Walsall 2-1 Ben May tók forystuna fyrir Millwall og Gary Alexander bætti við marki. Alex Nicholls minnkaði muninn fyrir Walsall í seinni hálfleik. Bury - Norwich 2-1 Norwich er í 1. deildinni en Bury leikur í 2. deild. Ben Futcher kom Bury óvænt yfir og Andy Bishop bætti síðan við öðru marki fyrir heimamenn í seinni hálfleik. Gamla brýnið Dion Dublin minnkaði muninn fyrir Norwich sem komst þó ekki lengra og úrslit leiksins ansi óvænt. Leikirnir í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar: Arsenal - Stoke City/Newcastle Coventry - Millwall Oldham - Huddersfield Town Swindon/Barnet - Fulham/Bristol Rovers Wigan - Chelsea Liverpool - Swansea/Havant & Waterlooville Southend - Barnsley Southampton - Bury Manchester United - Tottenham Portsmouth - Plymouth Derby/Sheffield Wednesday - Preston Watford - Wolves Peterborough - WBA/Charlton Sheffield United - West Ham/Manchester City Mansfield - Middlesbrough Tranmere/Hereford - Cardiff
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira