Enski boltinn

Liverpool og Tottenham áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Defoe fer framhjá Ívari Ingimarssyni í leiknum í kvöld.
Defoe fer framhjá Ívari Ingimarssyni í leiknum í kvöld.

Í kvöld fóru fram aukaleikir í 3. umferð FA-bikarsins. Þau lið sem höfðu skilið jöfn fyrstu helgi ársins mættust að nýju. Fresta þurfti nokkrum leikjum þar sem úrhellis rigning á Bretlandseyjum hafði sitt að segja.

Liverpool - Luton 5-0

Liverpool gerði aðeins jafntefli á heimavelli 2. deildarliðsins Luton og því þurftu þessi lið að mætast að nýju á Anfield. Rafael Benítez hvíldi Fernando Torres og Steven Gerrard í fyrri leiknum en hann þorði ekki að gera það aftur og báður voru í byrjunarliðinu í kvöld.

Heimamenn sóttu stíft í fyrri hálfleiknum en allt stefndi í að markalaust yrði í hálfleik þegar Ryan Babel náði að skora í uppbótartíma. Snemma í seinni hálfleik gerði Gerrard síðan út um þetta einvígi þegar hann kom Liverpool í 2-0.

Við þetta gáfu gestirnir eftir og Finninn Sami Hyypia skoraði þriðja mark Liverpool með skalla en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór í netið. Gerrard bætti síðan við tveimur mörkum í röð og innsiglaði þrennu sína.

Reading - Tottenham 0-1

Slagur tveggja úrvalsdeildarliða. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. Steve Coppell, stjóri Reading, leyfði sér að hvíla marga lykilmenn í leiknum í kvöld.

Tottenham var betra liðið í fyrri hálfleiknum og komst yfir með marki frá Robbie Keane. Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum en heimamenn skutu þó í tréverkið. Tottenham hrósaði sigri.

Tottenham mætir Manchester United í fjórðu umferð keppninnar.

West Brom - Charlton 2-2

West Brom áfram eftir vítakeppni


Roman Bednar kom West Brom yfir í leiknum eftir fyrirgjöf Jonathan Greening. James Morrison bætti við marki áður en Darren Ambrose náði að minnka muninn. Undir lokin jafnaði Charlton með marki Chris Dickson og leikurinn fór í framlengingu.

Ekkert var skorað í framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni. Þar voru leikmenn West Bromwich skotvissari og endaði vítakeppnin 4-3.

Millwall - Walsall 2-1

Ben May tók forystuna fyrir Millwall og Gary Alexander bætti við marki. Alex Nicholls minnkaði muninn fyrir Walsall í seinni hálfleik.

Bury - Norwich 2-1

Norwich er í 1. deildinni en Bury leikur í 2. deild. Ben Futcher kom Bury óvænt yfir og Andy Bishop bætti síðan við öðru marki fyrir heimamenn í seinni hálfleik. Gamla brýnið Dion Dublin minnkaði muninn fyrir Norwich sem komst þó ekki lengra og úrslit leiksins ansi óvænt.



Leikirnir í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar:

Arsenal - Stoke City/Newcastle

Coventry - Millwall

Oldham - Huddersfield Town

Swindon/Barnet - Fulham/Bristol Rovers

Wigan - Chelsea

Liverpool - Swansea/Havant & Waterlooville

Southend - Barnsley

Southampton - Bury

Manchester United - Tottenham

Portsmouth - Plymouth

Derby/Sheffield Wednesday - Preston

Watford - Wolves

Peterborough - WBA/Charlton

Sheffield United - West Ham/Manchester City

Mansfield - Middlesbrough

Tranmere/Hereford - Cardiff




Fleiri fréttir

Sjá meira


×