Enski boltinn

Owen bjargar Luton Town

Elvar Geir Magnússon skrifar
Luton er að leika gegn Liverpool.
Luton er að leika gegn Liverpool.

Náðst hefur samkomulag um kaup fjárfesta á enska 2. deildarliðinu Luton Town. Það er sjónvarpsmaðurinn Nick Owen sem fer fyrir kaupunum en hann hefur verið stuðningsmaður Luton frá æsku.

Owen er sextugur og stjórnar þættinum Midlands Today á BBC. Meðal þeirra sem standa með honum í boðinu er Mick Pattinson, fyrrum leikmaður í unglingaliði Luton, sem er stjórnarformaður í fasteignafyrirtæki í Bandaríkjunum.

Lagt hefur verið fram lánsfé en endanlega verður síðan gengið frá kaupunum í febrúar. Luton hefur verið að ramba á barmi gjaldþrots og er í botnbaráttu 2. deildarinnar.

Luton er þessa stundina að leika seinni leik sinn gegn enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool í FA bikarnum en þegar þessi orð eru skrifuð er hálfleikur í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×