Enski boltinn

Grétar Rafn búinn að skrifa undir hjá Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grétar Rafn er kominn í enska boltann.
Grétar Rafn er kominn í enska boltann.

Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson hefur skrifað undir samning við Bolton og er löglegur með liðinu í leik gegn Newcastle á laugardag.

Samkvæmt fréttum frá Englandi er samningur Grétars til þriggja ára með möguleika á ári til viðbótar.

Grétar var keyptur til Bolton fyrir um 400 milljónir íslenskra króna frá hollenska liðinu AZ Alkmaar. Samkvæmt Sky þá fékk Grétar meðmæli Guðna Bergssonar en mikil hefð er fyrir íslenskum leikmönnum hjá Bolton.

Bolton seldi á dögunum sóknarmanninn Nicolas Anelka til Chelsea og er farið að nota þá peninga sem fengust fyrir hann til að bæta við sig leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×