Enski boltinn

Newcastle opið fyrir að ráða erlendan stjóra

Elvar Geir Magnússon skrifar

Chris Mort, stjórnarformaður Newcastle, segir það vel koma til greina að ráða erlendan knattspyrnustjóra. Frakkinn Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool, er talinn líklegur kostur.

Mort segir að það skilyrði sé þó sett að nýr stjóri tali reiprennandi ensku. „Talað hefur verið um í einhverjum fjölmiðlum að aðeins enskir stjórar komi til greina hjá okkur. Það er einfaldlega ekki rétt," segir Mort.

Harry Redknapp var fyrsti kostur í stöðuna en hann ákvað að vera áfram við stjórnvölinn hjá Portsmouth. Mark Hughes, Kevin Keegan og Alan Shearer hafa einnig verið í umræðunni ásamt Houllier.

Jafnvel hefur verið talað um að Houllier verði ráðinn með Shearer sem aðstoðarmann með það fyrir augum að sá síðarnefndi taki síðan við liðinu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×