Handbolti

Leiðinlegasti handboltamaður í heimi

Birkir Ívar
Birkir Ívar Mynd/Pjetur

Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson lætur það ekki hafa áhrif á sig þó sumir vilji meina að markvarslan sé veikasti hlekkurinn í íslenska landsliðinu í handbolta.

"Mér finnst þessi umræða vera hálf hallærisleg. Þetta er umræða sem á eiginlega ekki rétt á sér. Ef ég skoða minn þátt frá því ég kom inn í landsliðið, held ég að ég hafi staðið mig vel," sagði Birkir Ívar í samtali við Í blíðu og stríðu.

"Auðvitað kemur leikur og leikur þar sem maður finnur sig ekki og það er bara gangur lífsins og handboltans. Ég tek það ekki inn á mig þú menn reyni að finna einhverjar skyndiútskýringar á, maður þarf breitt bak við að vera markmaður," segir Birkir Ívar í léttu viðtali við síðuna og útskýrir þar meðal annars hver sé leiðinlegasti handboltamaður í heimi.

Smelltu hér til að lesa viðtalið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×