Handbolti

Vignir: Framför frá leiknum í gær

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vignir í leik hér á landi.
Vignir í leik hér á landi.

„Mér fannst margt jákvætt við þennan leik. Varnarleikurinn og markvarslan var held ég það jákvæðasta, án þess að ég geti alveg gripið á það," sagði Vignir Svavarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn gegn Tékkum í kvöld.

„Það virkaði í það minnsta þannig í leiknum. Vörnin stóð sæmilega í það minnsta. Við misstum heldur ekki jafn marga bolta og í gær og nýttum dauðafærin betur."

Vignir var í viðtali við heimasíðu stuðningsmannasamtaka íslenska liðsins, Í blíðu og stríðu. Hann sagði spilamennsku liðsins betri en í fyrri leiknum gegn Tékkum á sunnudag.

"Þetta er því klárlega framför frá leiknum í gær og við erum á réttri leið. Ég sé ekki neinn einn hlut sem vantar eða við þurfum að bæta. Þetta skýrist bara þegar út er komið og við eigum góða möguleikana," sagði Vignir.

Sjá vefsíðu Í blíðu og stríðu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×