Enski boltinn

Barton mættur til æfinga

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joey Barton er einstaklega duglegur við að koma sér í vandræði.
Joey Barton er einstaklega duglegur við að koma sér í vandræði.

Joey Barton mætti til æfinga með Newcastle í dag, um þremur vikum eftir að hafa verið ákærður fyrir líkamsárás. Hann fékk sig laus úr fangelsi gegn tryggingu þann 3. janúar en mun mæta fyrir rétt á næstu dögum.

Þetta þýðir að Barton má ekki keppa með Newcastle strax. „Hann er enn einn af okkar leikmönnum," sagði Nigel Pearson sem stýrir nú Newcastle til bráðabirgða.

Barton var handtekinn milli jóla og nýárs og hefur hann misst af fimm síðustu leikjum Newcastle. Í fjarveru hans var Sam Allardyce rekinn frá félaginu en Allardyce keypti Barton síðasta sumar fyrir 5,8 milljónir punda. „Ég get lítið tjáð mig um mál Barton nema að við hjá Newcastle munum fara eftir öllum reglum," sagði Pearson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×