Enski boltinn

Leeds upp í þriðja sætið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tveir stuðningsmenn Leeds.
Tveir stuðningsmenn Leeds.

Leeds United er nú komið upp í þriðja sæti ensku 2. deildarinnar (C-deild). Liðið vann nauman 1-0 útisigur á Crewe í kvöld en eina mark leiksins skoraði Jermaine Beckford.

Leeds lék í úrvalsdeildinni árið 2004 en hefur glímt við erfiðleika fjárhagslega. Nú stefnir liðið þó á að komast upp í ensku 1. deildina á nýjan leik.

Swansea er efst í deildinni með 47 stig, Nottingham Forest er með 44 stig og Leeds kemur svo með 43 stig. Leeds hefur reyndar leikið þremur leikjum meira en Swansea og tveimur meira en Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×