Fótbolti

Kristinn dæmir í Þýskalandi

Kristinn dæmdi leik Everton og Zenit St. Petersburg í síðasta mánuði.
Kristinn dæmdi leik Everton og Zenit St. Petersburg í síðasta mánuði.

Kristinn Jakobsson mun dæma leik þýska liðsins Hamborgar og FC Zürich frá Sviss. Leikurinn er seinni leikur liðanna í 32. liða úrslitum UEFA bikarsins.

Þetta er einn eitt stóra verkefnið sem Kristni er úthlutað af UEFA en hann undirbýr sig nú undir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í sumar, þar sem hann verður fjórði dómari.

Leikurinn sem Kristinn dæmir verður leikinn á heimavelli þýska liðsins, Arena Hamburg. Sigurvegari viðureignar Hamborgar og Zürich, mætir sigurvegara viðureignar Galatasary og Leverkusen í 16. liða úrslitum keppninnar.

Af vefsíðu KSÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×