Enski boltinn

Franskur varnarmaður til Sunderland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mvoto í leik með U19 landslið Frakka.
Mvoto í leik með U19 landslið Frakka.

Sunderland hefur tryggt sér þjónustu franska varnarmannsins Jean-Yves Mvoto. Hann kemur frá Paris St-Germain en kaupverðið var ekki gefið upp.

Roy Keane lítur á Mvoto sem framtíðarmann en hann er nítján ára gamall og mjög hávaxinn. Hann hafði ekki náð að brjóta sér leið inn í aðalliðshóp PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×