Enski boltinn

Drogba dreymir um að spila með Eto´o

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea segir að sig dreymi um að spila við hliðina á Samuel Eto´o í framlínu Barcelona á Spáni, en kaup Chelsea á Nicolas Anelka þykja hafa sett framtíð Drogba upp í loft hjá félaginu.

"Hver einasti framherji í minni stöðu myndi segja að þeir yrðu ánægðir með að fá tækifæri til að spila með Eto´o. Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að geta gerst. Það yrði nokkuð alveg sérstakt, en Barcelona myndi þurfa að taka upp ávísanaheftið til að láta verða af því," sagði Drogba í samtali við Daily Express.

Samuel Eto´o er líka hrifinn af þessari hugmynd. "Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við spilum saman í fremstu víglínu. Hugsið ykkur bara hvernig lið með okkur tvo í framlínunni gæti gert," sagði Eto´o og upplýsti að hann hefði eitt sinn átt leynilegan fund með Jose Mourinho í London.

"Ég fór til London til að ræða við Mourinho. Við hittumst á hóteli og ræddum saman lengi, en við náðum ekki að komast að samkomulagi," sagði Eto´o og bætti við að Drogba hefði vitað af þeim fundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×