Fleiri fréttir

Stjarnan í góðri stöðu

Bikarmeistarar Stjörnunnar eru nú staddir út í Lettlandi. Þeir léku í dag fyrri leik sinn gegn TENAX Debele í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Seinni leikurinn verður á morgun en Stjörnumenn eru í mjög góðri stöðu eftir 36-26 sigur í dag.

Ég er enginn Maradona

Argentínskir fótboltamenn geta vart sparkað bolta í Evrópu án þess að byrjað sé að bera þá saman við kónginn sjálfan, Diego Maradona. Þessu hefur Ezequiel Lavezzi, leikmaður Napoli, fengið að kynnast en hann er ekki ánægður með samanburðinn.

Julio Cruz framlengir við Inter

Julio Cruz, sóknarmaður Inter, hefur framlengt samningi sínum við liðið til 2009. Þessi 32 ára leikmaður skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum á síðasta leiktímabili en hann átti við meiðsli að stríða.

Óafsakanlegt ef við töpum

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, viðurkennir að það væri óafsakanlegt ef liðinu mistekst að vinna Ísrael í undankeppni Evrópumótsins á morgun. Það er mikil pressa á McClaren en enska landsliðið hefur ekki staðið sig í stykkinu undir hans stjórn.

Heil umferð í Landsbankadeild kvenna

Núna klukkan 18:00 verður flautað til leiks í 16. umferð Landsbankadeildar kvenna. Tveir leikir verða í Reykjavík, einn í Garðabæ og einn í Keflavík. Topplið Vals tekur á móti Fylki á Valbjarnarvelli á meðan KR-stúlkur heimsækja botnlið ÍR.

Yakubu varð að fara

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segir að félagið hafi neyðst til að selja framherjann Yakubu í sumar því hugarfar hans hafi verið orðið slæmt fyrir liðið. Það var leikur gegn Wigan þann 15. ágúst sem fyllti mælinn hjá stjóranum.

Aragones hefur ekki áhyggjur af kuldanum

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, segist ekki hafa miklar áhyggjur af kuldanum þegar hans menn mæta Íslendingum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum annað kvöld. Hann segir vindinn frekar geta orðið til vandræða.

Oleguer gæti farið í fangelsi

Spænski knattspyrnumaðurinn Oleguer gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa komist í kast við lögreglu í átökum sem brutust út fyrir utan krá í grennd við Barcelona fyrir tæpum þremur árum.

Danir bjóða Svíum aðstoð sína í löggæslu

Danska lögreglan hefur ákveðið að senda lögreglumann sérstaklega til Stokkhólms á leik Svía og Dana í undankeppni EM, þar sem honum verður ætlað að aðstoða kollega sína í sænsku lögreglunni við að halda friðinn á Rasunda.

Tiger fær 6,5 milljarða frá Gatorade

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er jafnan einn tekjuhæsti íþróttamaður heims og í dag var greint frá því að hann hefði undirritað auglýsingasamning við drykkjarvörufraleiðandann Gatorade fyrir litlar 100 milljónir dollara. Samningurinn er sagður til fimm ára og felur meðal annars í sér að framleiddur verður sérstakur drykkur í nafni kylfingsins.

Samningur Beckham verstu viðskipti í sögunni

Breska dagblaðið The Sun hefur eftir ónefndum bandarískum miðli að samningurinn sem David Beckham hafi undirritað hjá LA Galaxy sé versti viðskiptasamningur í sögu Bandaríkjanna.

Blikar lögðu Keflvíkinga

Reykjanesmótið í körfubolta hófst með látum í gærkvöldi og þá fóru fram fjórir leikir, en mótinu lýkur á sunnudag. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Vogum 86-81 þar sem Tony Cornett skoraði 42 stig fyrir Blika og Kristján Rúnar Sigurðsson 21. Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði 15 stig fyrir Keflvíkinga.

Byrjunarlið Spánverja annað kvöld

Spænska landsliðið mætir Íslendingum á Laugardalsvellinum klukkan 20 annað kvöld og þar er valinn maður í hverju rúmi þó liðið sé án manna eins og Cesc Fabregas í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Spánverja eins og það lítur út í dag.

Taylor neitar samningstilboði Newcastle

Varnarmaðurinn Steven Taylor hjá Newcastle hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu og segir faðir hans og umboðsmaður hann vera mjög vonsvikinn um að vera ekki í meiri metum hjá félaginu. Taylor er 21 árs og er talinn eitt mesta efni sem komið hefur upp í unglingaliði Newcastle í áraraðir.

Sol Campbell framlengir við Portsmouth

Varnarjaxlinn Sol Campbell skrifaði í dag undir framlengdan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth og er því samningsbundinn til ársins 2009. Gamli samningurinn hans hefði runnið út í lok þessarar leiktíðar. Campbell er 32 ára gamall og gekk í raðir Portsmouth fyrir síðasta tímabil. Hann hefur verið gerður að fyrirliða liðsins og var valinn aftur í enska landsliðið í síðasta mánuði.

Milicic sektaður fyrir reiðilestur sinn á EM

Framherjinn Darko Milicic hjá serbneska landsliðinu hefur verið sektaður um 10,000 evrur vegna grófra ummæla sem hann lét falla um dómarana eftir að Serbar töpuðu fyrir Grikkjum í riðlakeppninni og féllu úr leik. Viðtalið hefur nú lekið í fjölmiðla og er ekki hafandi eftir.

Vicente frá í mánuð

Spænski landsliðsmaðurinn Vicente hjá Valencia verður frá keppni í mánuð vegna meiðsla á læri. Þetta kom í ljós eftir að hann fór til sérfræðinga í Madrid í gær sem fengnir voru til að skoða hann eftir að hann hélt því fram í fjölmiðlum að læknar Valencia væru vanhæfir. Hann á yfir höfði sér sekt vegna þeirrar yfirlýsingar, en læknar Valencia höfðu áður dæmt að meiðsli hans væru af sálrænum toga.

Segir Eið Smára kominn út í kuldann hjá Barcelona

Spænska blaðið Sport í Katalóníu segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé kominn út í kuldann hjá forráðamönnum Barcelona fyrir að neita að ganga í raðir West Ham á síðustu dögum félagaskiptagluggans í sumar.

Torres: Verðum að skora fyrsta markið

Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool og spænska landsliðinu segir það afar mikilvægt að liðið nái að skora fyrsta markið í viðureign sinni við Íslendinga á Laugardalsvellinum á morgun.

Dos Santos er ekki á förum frá Barcelona

Faðir mexíkóska undrabarnsins Giovani Dos Santos hjá Barcelona segir ekkert til í blaðaskrifum á Englandi þar sem fullyrt hefur verið að Chelsea sé að undirbúa kauptilboð í drenginn. Dos Santos hefur náð að komast í aðallið Barcelona og þykir eitt mesta efni í Evrópu. Faðir hans segir drenginn ánægðan hjá Barcelona og bendir á að hann sé í viðræðum um nýjan samning við Katalóníufélagið.

Englendingar ætla að hefna fyrir Hönd Guðs

Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona fer væntanlega fyrir liði Argentínumanna sem ætlar að endurtaka sögufrægan leik sinn við Englendinga frá HM árið 1986 á Villa Park í Birmingham í næsta mánuði. Liðin verða skipuð sömu leikmönnum og áttust við á HM í Mexíkó þar sem Diego Maradona réði úrslitum með fallegasta og umdeildasta marki allra tíma.

Norður-Írar upp um 75 sæti á tveimur árum

Landslið Norður-Íra er einn af hástökkvurum síðustu ára á FIFA-listanum fræga á meðan íslenska landsliðið hefur heldur verið á niðurleið. Fyrir tveimur árum voru Norður-Írar tíu sætum fyrir neðan okkur Íslendinga, en á þessu hefur orðið róttæk breyting á síðustu mánuðum.

Sir Alex hrósar David Healy

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hvað fyrrum lærisveinn hans David Healy hefur verið duglegur að skora fyrir norður-írska landsliðið. Healy var á mála hjá Manchester United til ársins 2001.

Hargreaves og Gerrard æfðu báðir í morgun

Enska landsliðið fékk góðar fréttir af leikmönnum sínum í morgun þegar þeir Owen Hargreaves og Steven Gerrard komust báðir áfallalaust í gegn um æfingu liðsins. Báðir höfðu þeir verið taldir mjög tæpir fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM á morgun, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn.

Djokovic í undanúrslitin

Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic, sem er í þriðja sæti heimslistans, tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu þegar hann lagði Carlos Moya 6-4, 7-6 (9-7) og 6-1. Hann mætir David Ferrer í næstu umferð. Djokivic náði einnig í undanúrslit á opna franska meistaramótinu og á Wimbledon.

Ferrari í sérflokki á Monza

Liðsmenn Ferrari voru í sérflokki á æfingum fyrir Monza kappaksturinn í morgun. Kimi Raikkönen náði þá besta tíma allra þegar hann ók brautina á 1,22:446 mínútum sem var meira en tíundahluta úr sekúndu betri tími en félagi hans Felipe Massa náði. Illa gekk hjá McLaren liðinu þar sem bæði Lewis Hamilton og Fernando Alonso lentu í vandræðum með bíla sína.

Frábær byrjun hjá meisturunum

NFL-meistarar Indianapolis Colts hófu titilvörnina með tilþrifum í nótt þegar liðið burstaði New Orleans Saints á heimavelli 41-10 í leik tveggja af bestu sóknarliðum deildarinnar. Colts voru vallarmarki undir í miðjum öðrum leikhluta, en það var varnarleikurinn sem kveikti í liðinu og leikstjórnandinn Payton Manning sá um að klára leikinn í síðari hálfleiknum.

Stór skörð í þýska hópnum

Þýska knattspyrnulandsliðið varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar í ljós kom að bakvörðurinn Philip Lahm hjá Bayern Munchen getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun. Lahm meiddist á hné á æfingu en hann átti að vera í byrjunarliðinu á morgun.

Byrd í forystu á BMW mótinu

Jonathan Byrd hefur forystu eftir fyrsta hringinn á BMW meistaramótinu á PGA mótaröðinni eftir frábæran fyrsta hring þar sem hann lék á 64 höggum - 7 höggum undir pari. Englendingurinn Justin Rose og Kólumbíumaðurinn Camilo Villegas eru höggi á eftir honum og þar á eftir kemur Tiger Woods sem spilaði á 67 höggum.

Sir Alex: Þolinmæði er dyggð

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur biðlað því til leikmanna sinna að sýna þolinmæði. Hann segir að allir muni fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á þessu tímabili þó samkeppnin innan liðsins sé hörð.

Hilario: Ánægður hjá Chelsea

Það er oft erfið staða að vera varamarkvörður, hvað þá þriðji markvörður. Portúgalski markvörðurinn Hilario er þriðji í goggunarröðinni hjá Chelsea. Þrátt fyrir það er hann mjög ánægður hjá Chelsea og vill vera hjá liðinu sem lengst.

Scholes forðast sviðsljósið

Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, hefur forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn. Scholes veitir ekki sjónvarpsviðtöl og hefur oft sagt að hann vilji láta verkin tala á vellinum. Þetta hefur Sir Alex Ferguson nýtt sér til að keyra Scholes áfram.

Benayoun: Munum pakka í vörn

Yossi Benayoun, fyrirliði landsliðs Ísraels, segir að honum sé sama þó menn mun gagnrýna leikstíl liðsins gegn Englandi. Liðin munu mætast í undankeppni Evrópumótsins á laugardag og segir Benayoun að ísraelska liðið muni pakka í vörn.

Inter vill fá Ballack

Ítölsku liðin Inter og Juventus ætla bæði að reyna að krækja í þýska miðjumanninn Michael Ballack frá Chelsea. Ballack hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir enska stórliðsins.

Úrvalsdeildin í handbolta verður N1 deildin

N1 verður aðalstyrktaraðili HSÍ næstu árin og mun Íslandsmót karla og kvenna fá nafnið N1 deildin. Fulltrúar fyrirtækisins og HSÍ skrifuðu í dag undir samstarfssamning þessa efnis að viðstöddum formönnum félaganna og fyrirliðum.

Brynjar Björn framlengir við Reading

Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Reading. Brynjar sagðist í samtali við Vísi vera feginn að samningaviðræður væru í höfn, en þær hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Brynjar er meiddur í augnablikinu og verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM, en hann stefnir á að spila með Reading þegar úrvalsdeildin hefst á ný.

Tomasson skorar grimmt á útivöllum

Danski framherjinn Jon Dahl Tomasson getur komist í sérflokk evrópskra markaskorara um helgina þegar Danir sækja Svía heim á Råsunda í undankeppni EM. Nái hann að skora mark hefur hann skorað flest mörk allra leikmanna á útivelli í sögu undankeppni EM.

Keltabikarinn gæti byrjað á næsta ári

Keltabikarinn, fyrirhugað knattspyrnumót liða frá Skotlani, Wales, Írlandi og Norður-Írlandi, gæti orðið að veruleika strax á næsta ári að mati Gordon Smith, yfirmanns skoska knattspyrnusambandsins.

Reglurnar hertar á Ítalíu

Ítölsk knattspyrnuyfirvöld tilkynntu í dag að leikmenn eða þjálfarar liða í deildarkeppnum í landinu fengju heimaleikjabann rétt eins og óþekkir stuðningsmenn ef þeir gerðust sekir um ofbeldisfulla hegðun. Leikmenn fara venju samkvæmt í leikbönn ef þeir fá rauð spjöld, en hafa til þessa fengið að fylgjast með leikjunum úr áhorfendastúkum þrátt fyrir leikbönn. Þessir menn verða nú að láta sér það nægja að fylgjast með liðum sínum í sjónvarpi.

Jose Sosa úr leik hjá Bayern

Argentínski landsliðsmaðurinn Jose Sosa getur ekki leikið með Bayern Munchen næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla. Sosa var keyptur til Bayern fyrir stórfé frá Estudiantes í sumar. Miðjumaðurinn efnilegi hafði reyndar aðeins komið við sögu í tveimur leikjum liðsins til þessa.

Framherji Derby í fjögurra leikja bann

Craig Fagan, framherji Derby County í ensku úrvalsdeildinni, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd deildarinnar eftir að sýnt þótti að hann hefði viljandi traðkað á Alvaro Arbeloa, leikmanni Liverpool, í leik liðanna um síðustu helgi.

Shevchenko: Skil ekki af hverju ég fæ ekki að spila

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist undrast á því að Jose Mourinho hafi enn ekki leyft honum að spila til þessa á leiktíðinni. Hann segist vera búinn að ná sér eftir að kviðslitsaðgerð sem hann fór í fyrir nokkru og skoraði meira að segja mark í góðgerðaleik í heimalandinu í vikunni.

Allan Houston 90% viss um að snúa aftur

Skotbakvörðurinn Allan Houston segist nú vera 90-95% viss um að taka skóna fram á ný í NBA deildinni í vetur. Houston er bókaður á lokaðar æfingar hjá nokkrum óuppgefnum liðum á næstu dögum og segist vera búinn að ná sér að fullu af hnémeiðslum sem neyddu hann til að hætta að spila fyrir tveimur árum. Hann er 36 ára gamall og hefur verið orðaður hvað sterkast við Dallas og Cleveland.

Reykjanesmótið í körfu hefst í dag

Í dag hefst hið árlega Reykjanesmót í körfubolta og verður þetta stærsta mótið frá upphafi. KR-ingar taka nú þátt í mótinu í fyrsta sinn og þeir verða í eldlínunni í einum af þeim fjórum leikjum sem fram fara í kvöld. Grindavík og Haukar mætast í Sandgerði klukkan 19:00 og klukkan 20:30 mætast Reynir og Njarðvík á sama stað. Í Vogum leika svo Keflavík og Breiðablik klukkan 18:30 og KR og Stjarnan klukkan 20:15.

Birgir Leifur á fjórum yfir pari í dag

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á Omega Masters mótinu sem fram fer í Sviss. Birgir var á einu höggi yfir pari eftir fyrstu níu holurnar, en lauk keppni á 75 höggum eða fjórum yfir nú eftir hádegið. Hann fékk þrjá fugla, fimm skolla og einn skramba á hringnum í dag og er í kring um 78. sætið.

Sjá næstu 50 fréttir