Íslenski boltinn

Öruggir sigrar Breiðabliks og KR

Elvar Geir Magnússon skrifar
Blikastúlkur unnu Keflavík 4-1.
Blikastúlkur unnu Keflavík 4-1.

Tveir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með því að vinna Stjörnuna 4-0 og Breiðablik styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að vinna Keflavík 4-1.

KR hefur þriggja stiga forystu á Val en Valsstúlkur eiga leik inni sem þær leika á morgun gegn Fjölni á útivelli.

Úrslit kvöldsins:

KR - Stjarnan 4-0

Breiðablik - Keflavík 4-1

Leikir morgundagsins:

18:00 Fylkir - ÍR

18:00 Fjölnir - Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×