Körfubolti

Viðtal við Boris Diaw

Elvar Geir Magnússon skrifar
Boris Diaw.
Boris Diaw.

Heimasíða FIBA tók viðtal við franska körfuboltamanninn Boris Diaw sem leikur með Phoenix Suns í NBA-deildinni. Í viðtalinu má segja að Diaw hafi sýnt á sér aðra hlið.

Hver var fyrirmynd þín í æsku?

Þegar ég var að alast upp var Lakers mitt lið. Ég vildi vera eins og Magic, svo gat ég spilað eins og hann og stýrt honum í gegnum tölvuleiki. Það var frábær tilfinning.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir leiki?

Þrátt fyrir að ég sé hjátrúarfullur einstaklingur þá geri ég ekkert sérstakt fyrir leiki. Ég fæ mér bara blund og skelli mér síðan til leiks. Reyndar borða ég líka alltaf pasta, ég elska pasta.

Hver er besti leikmaður sem þú hefur leikið gegn?

Steve Nash er sá besti. Hreyfingar hans og spilamennska eru ótrúleg. Það er mjög erfitt að stöðva hann.

Hvað gerir þú í frítíma þínum?

Ég horfi venjulega á kvikmyndir og spila tölvuleiki.

Hver er uppáhalds kvikmynd þín og leikarar?

Ég hefmjög gaman að Braveheart. Mel Gibson, Denzel Washington og Catherine Zeta Jones eru mínir uppáhalds leikarar.

Hvernig viltu að þín verði minnst í íþróttaheiminum?

Ég vona að mín verði minnst sem leikmanns sem lék fyrir liðið. Ég lít ekki á sjálfan mig sem stjörnu,

Hvernig var að vera svaramaður í brúðkaupi Tony Parkers?

Tony er besti vinur minn. Ég hef þekkt hann lengi og við vorum í sama skóla. Það var mjög sérstök tilfinning að vera í brúðkaupi hans. Þetta var mikilvægur dagur fyrir hann og það var frábært að fá að taka þátt í því. Það gladdi mig að sjá hann svona glaðan.

Móðir þín lék sjálf körfubolta í Frakklandi. Gaf hún þér einhver góð ráð?

Hún lét þjálfarana alfarið um það. Hún gaf mér bara móðurlega ráðgjöf í æsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×