Fótbolti

Hiddink: Englendingar eru hræddir

NordicPhotos/GettyImages

Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa í knattspyrnu, segir að ensku landsliðsmennirnir séu hræddir og taugaveiklaðir og það sé ástæðan fyrir því að liðið hafi valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum. Hiddink þótti koma sterklega til greina sem eftirmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu á sínum tíma, en hann stýrir Rússum í leik gegn Englendingum í næstu viku.

"Ég hef alltaf haft miklar mætur á enska liðinu en það hefur valdið miklum vonbrigðum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og er ekki jafn sterkt og ég reiknaði með. Ástríðan og sókndirfskan sem maður á að venjast frá Englendingum virðist horfin og leikmennirnir virka hræddir og taugaóstyrkir í leikjum. Þetta er ekki það enska landslið sem menn hafa ætlað til forystu í heimsknattspyrnunni," sagði Hiddink.

Rússar mæta Englendingum á Wembley í næstu viku, nokkrum dögum eftir að Englendingar taka á móti Ísraelum á sama stað. Þetta verða gríðarlega mikilvægir leikir fyrir enska liðið, sem er langt frá því að hafa tryggt sér sæti á EM á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×