Íslenski boltinn

Nær Fjölnir að brjóta blað?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur

Í kvöld mun það ráðast hvort Fylkismenn eða Fjölnismenn verða mótherjar FH-inga í úrslitaleik VISA-bikars karla. FH komst í úrslitaleikinn með því að leggja Breiðablik að velli í gær en hinn undanúrslitaleikurinn verður í kvöld á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 20:00.

Fylkir og Fjölnir eigast við en flestir reikna með sigri Fylkismanna í þeim leik. Fylkir hefur tvisvar hrósað sigri í bikarkeppninni en Fjölnir á hinsvegar möguleika á því að komast í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Fjölnismenn eru í þriðja sæti 1. deildar karla og í góðri stöðu með að vinna sér inn sæti í Landsbankadeildinni næsta sumar. Liðið er ósigrað í rúma tvo mánuði en aðalsmerki þess er sóknarleikur. Fjölnir hefur alls skorað 51 mark í átján deildarleikjum sínum.

 

Fylkir er í fjórða sæti 1. deildar karla og því níu sæti sem skilja liðin að á Íslandsmótinu. Fylkir hefur markatöluna 17-16 en liðið hefur fengið næstfæst mörk á sig af liðum Landsbankadeildarinnar. Það má því kannski segja að varnarlið og sóknarlið séu að fara að eigast við.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Laugardalsvelli en vísir.is mun fylgjast vel með gangi mála í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×