Fleiri fréttir

Schuster kannast vel við takta Sneijder

Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, var að vonum ánægður með frábæran leik Hollendingsins Wesley Sneijder um helgina þegar Real Madrid burstaði Villarreal 5-0 á útivelli. Sneijder skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og sagði Schuster hann hafa minnt sig á annan glókoll sem lék með Real á árum áður.

Dýr skilnaður í vændum hjá Thierry Henry

Franski framherjinn Thierry Henry skildi í dag við konu sína til fjögurra ára, fyrirsætuna Claire Merry. Gengið var frá skilnaðinum í réttarsal í Lundúnum í morgun en hvorugt þeirra hjóna var viðstatt. Talið er að skilnaðurinn gæti átt eftir að kosta markaskorara Barcelona vænar fúlgur.

Leikmenn keyptir fyrir 65 milljarða

Knattspyrnufélögin í ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei verið eins dugleg að kaupa leikmenn og í ár. Nýtt met var sett í sumar og hafa félögin á Englandi þegar eytt yfir 500 milljónum punda til leikmannakaupa eða um 65 milljörðum króna. Gamla metið frá í fyrra var 300 milljónir punda.

Bandaríkjamenn sigruðu í Ameríkukeppninni

Landslið Bandaríkjanna tryggði sér í nótt auðveldan sigur í Ameríkukeppninni í körfubolta með því að kjöldraga Argentínumenn 118-81 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu þar sem bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári.

Lescott kallaður í enska landsliðið

Miðvörðurinn öflugi Joleon Lescott hjá Everton hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn sem mætir Israelum á Wembley í undankeppni EM á laugardaginn. Lescott hefur farið mikinn með Everton í upphafi leiktíðar, en hann tekur stöðu Sol Campbell hjá Portsmouth í landsliðinu eftir að sá síðarnefndi meiddist.

Leikmaður 5. umferðar: Xabi Alonso

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso er leikmaður fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Alonso tók upp hanskann fyrir Steven Gerrard um helgina þegar Liverpool valtaði yfir nýliða Derby County 6-0 og skoraði tvö mörk í leiknum.

Áhorfendametið slegið

Áhorfendametið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu féll í gær þegar 1018 áhorfendur sáu Valsmenn vinna öruggan 5-1 sigur á Víkingi. Alls hafa 98.412 manns mætt á leikina í Landsbankadeildinni í sumar, en eldra metið var 98.026 manns og var það sett í fyrra. Því er nokkuð ljóst að farið verður yfir 100.000 manna múrinn í næstu umferð deildarinnar sem hefst þann 16. september.

Carroll ekki með gegn Íslendingum

Markvörðurinn Roy Carroll hjá Glasgow Rangers hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landslið Norður-Íra fyrir leikina gegn Lettum og Íslendingum í undankeppni EM. Carroll tók þessa ákvörðun eftir fund sinn með Nigel Worthington þjálfara Rangers og ætlar þess í stað að einbeita sér að æfingum með félagsliði sínu. Michael McGovern hefur verið kallaður inn í lið Norður-Íra í stað Carroll.

Ecclestone ætlar að kaupa QPR

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ætla að kaupa enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers og stefnir á að koma því í úrvalsdeildina á ný á fjórum árum. QPR hefur ekki leikið í efstu deild síðan árið 1996.

Önnur handtökuskipun gefin út á Shinawatra

Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands og eigandi Manchester City, hefur nú fengið gefna út aðra handtökuskipunina á sig á stuttum tíma í heimalandi sínu.

Heskey hissa á að vera valinn í landsliðið

Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefur verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Israel og Rússum í undankeppni EM. Fjögur ár eru síðan hann var síðast valinn í landsliðið og því var hann skiljanlega hissa þegar kallið kom.

Mourinho: Deildin verður opnari í vetur

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að baráttan um enska meistaratitilinn verði opnari í ár en verið hefur eftir að hans menn þurftu að þola 2-0 tap gegn Aston Villa í gær.

Nálægt því að fá Eið Smára

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, sagði við breska fjölmiðla í dag að hann hefði verið nálægt því að fá Eið Smára Guðjohnsen til félagsins áður en félagaskipta­glugginn lokaðist á miðnætti síðasta föstudag.

Vorum betri

Tryggvi Guðmundsson átti enn einn stórleikinn fyrir FH í gær, skoraði mark og lagði upp annað. „Við áttum að klára þetta fyrr og ég var orðinn pirraður að fá aldrei boltann. Við gáfumst samt ekki upp, vorum töluvert betri og áttum sigurinn svo sannarlega skilinn," sagði Tryggvi brosmildur.

Með leiðinlegar æfingar

Franski framherjinn Fredi Kanoute er ekki mikill aðdáandi Martins Jol, stjóra Spurs, en Kanoute segir leiðinlegar æfingar stjórans hafa verið mikið vandamál þegar hann lék með Tottenham.

Kristján með sigurmark

Akureyringurinn Kristján Örn Sigurðsson tryggði Brann mikilvægan sigur á Sandefjord í gær. Kristján skoraði eina mark leiksins og Brann heldur því efsta sætinu í deildinni.

Man. Utd er ekki til sölu segja Glazer-feðgar

Glazer-fjölskyldan, sem á Manchester United, segir ekkert hæft í þeim orðrómi að til standi að selja félagið fjárfestum í Dubai og Kína.„Manchester United er ekki til sölu. Glazer-fjölskyldan á ekki í neinum viðræðum um sölu á félaginu og er heldur ekki að leita eftir viðræðum,“ sagði talsmaður Glazer-fjölskyldunnar.

Kallað á Emile Heskey

Steve McClaren, lands-­liðs­þjálfari Englands, hefur kallað á Emile Heskey í hópinn á nýjan leik enda margir fram-herjar enska landsliðsins meiddir. Má þar nefna Wayne Rooney og Peter Crouch.

Var of vinalegur við José Mourinho

Það hefur vakið talsverða athygli að Pako Ayesteran hefur yfirgefið herbúðir Liverpool en hann hefur verið hægri hönd stjórans, Rafa Benitez, síðustu ellefu ár.

Gio er leynivopn Franks Rijkaard

Átján ára mexíkóskur strákur sló í gegn á undirbúningstímabilinu hjá Barcelona og eykur enn við sóknarþunga snillinganna og samkeppnina hjá Eiði Smára Guðjohnsen í framlínu liðsins.

Flautukarfa Pálmars var mun mikilvægari

Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni.

NM-meistari á nýju meti

Hinn stórefnilegi frjálsíþróttakappi Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni varð í gær Norðurlandameistari unglinga í 400 metra hlaupi en mótið fer fram í Danmörku.

Bandaríska körfuboltaliðið á leið til Peking

Bandarísku NBA-stjörnurnar voru ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér farseðil­inn á Ólympíuleikana í Peking sem fram fara næsta sumar. Bandaríkja­menn rúlluðu yfir Púertó Ríkó, 135-91, og tryggðu sér með því farseðilinn til Peking en þess má geta að Púertó Ríkó lagði Banda­ríkin á Ólympíuleikunum í Aþenu í eftirminnilegum leik.

Helgi ekki meira með?

Óvíst er hvort Helgi Sigurðsson geti tekið þátt í lokaspretti Landsbankadeildarinnar en hann varð fyrir meiðslum í leik Víkings og Vals í gær. Helgi tognaði á læri og varð að fara af velli á 20. mínútu og er alls óvíst hversu lengi hann verður að jafna sig.

Stjarnan kvaddi Ásgarð með sigri

Bikarmeistarar Stjörnunnar sigruðu Val, 25-26, í hörkuleik í Meistarakeppni HSÍ í gærkvöldi. Þetta var síðasti opinberi handboltaleikur sem Stjarnan leikur í Ásgarði og kvaddi Stjarnan heimavöll sinn til margra ára með stæl.

Reynsluboltarnir í liði Hauka of stór biti fyrir Stjörnuna

Bikarmeistarar Hauka unnu verðskuldaðan 26-32 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Meistarakeppni kvenna í Ásgarði í gær. Leikurinn var ágætlega spilaður og gaf góð fyrirheit fyrir veturinn þó að Íslandsmeistararnir hafi verið nokkuð frá sínu besta.

Beierholm farinn frá Fylki

Knattspyrnudeild Fylkis og Daninn Mads Beierholm komust að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins áður en leikmannaglugginn lokaði. Var samningi rift að ósk leikmannsins að því er fram kemur á heimasíðu Fylkis.

Sigur í Lúxemborg

Karlalandsliðið gerði góða ferð til Lúxemborgar um helgina þar sem heimamenn voru lagðir með 89 stigum gegn 73. Góður sigur hjá íslenska liðinu sem var undir í leikhléi, 49-36.

Tvennan er í augsýn hjá FH-ingum

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér sæti í úrslitum VISA-bikarsins með frábærum sigri á Blikum, 3-1. FH fékk fjöldamörg tækifæri til að klára leikinn en það tókst ekki fyrr en í framlengingu. Þá var aðeins eitt lið á vellinum. Leikurinn var frábær skemmtum og

Sharapova óvænt úr leik

Maria Sharapova mun ekki verja titil sinn á opna bandaríska mótinu í tennis en hún tapaði mjög óvænt fyrir átján ára pólskri stelpu, Agniezska Radwanska, í þriðju umferð.

Valsmenn skutu Víkinga á bólakaf í Víkinni

Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH.

Valsmenn gefa FH-ingum ekki þumlung eftir

Valsmenn unnu í kvöld 5-1 sigur á slökum Víkingum í Landsbankadeild karla. Þeir eru því komnir með betri markatölu en FH-ingar og aðeins þrem stigum á eftir Íslandsmeisturunum úr Hafnarfirði. Að sama skapi eru Víkingar í miklum vandræðum í botnbaráttunni því aðeins munar tveim stigum á þeim og KR-ingum sem eru í neðsta sætinu.

Kristán Örn skoraði í naumum sigri Brann

Varnarmaðurinn sterki Kristján Örn Sigurðsson skoraði í dag fyrir Brann í naumum sigri liðsins á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Mark Kristjáns kom á 29. mínútu leiksins og það dugði Brann til sigurs og liðið því enn í efsta sæti norsku deildarinnar með 39 stig.

FH í úrslit eftir sigur í framlengingu

FH-ingar eru komnir í úrslit bikarkeppni karla eftir 3-1 sigur á Breiðablik á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn þurfti að fara í framlengingu því staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Í framlengingunni tóku FH-ingar öll völd og skoruðu Tryggvi Guðmundsson og Atli Guðnason sitt markið hvor í sitt hvorum hálfleik framlengingarinnar. Áður höfðu Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skorað fyrir FH og Prince Rajcomar fyrir Breiðablik.

Chelsea tapaði - Abramovich brjálaður

Nú munar ekki nema tveim stigum á Manchester United og Chelsea eftir að hinir síðarnefndu töpuðu gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í dag. Leikurinn fór 2-0 en mörkin skoruðu varnarmaðurinn Zat Knight í sínum fyrsta leik fyrir Villa og ungstirnið Gabriel Agbonlahor. Roman Abramovich sást yfirgefa Villa Park í fússi áður en leiknum lauk en enskir fjölmiðlar hafa í dag birt fréttir þess efnis að hann sé að missa þolinmæðina á hinum varnarsinnaða leikstíl José Mourinho.

Tvö rauð þegar Blackburn lagði Man City

Blackburn Rovers báru sigur úr býtum á heimavelli sínum Ewood Park í dag þegar liðið mætti Sven Goran Erikson og hans mönnum í Manchester City. Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy skoraði eina markið í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu frá David Bentley sem valinn var í enska landsliðið í vikunni. Þeir Tugay og David Dunne voru báðir reknir af velli í síðari hálfleik og bæði lið luku því leik með 10 menn.

Arsenal sigruðu Portsmouth manni færri

Arsenal vann í dag 3-1 heimasigur á Portsmouth þrátt fyrir að leika lungað úr seinni hálfleik manni færri. Philip Senderos var rekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks þegar staðan var 2-0 Arsenal í vil. Skömmu síðar bætti Tomas Rosicky þriðja markinu við áður en Kanu náði að klóra í bakkann fyrir Portsmouth. Arsenal varðist vel það eftir lifði leiks og voru aldrei líklegir til að gefa eftir sigurinn.

Billjón punda fjárfestar slást um Manchester United

Tveir hópar fjárfesta undirbúa nú risatilboð í Manchester United. Verðstríð er í uppsiglingu þar sem Glazer fjölskyldan, núverandi eigendur Manchester United, mun ekki hlusta á tilboð sem eru undir einni billjón punda. Hóparnir tveir sem vilja kaupa Manchester United eru frá Dubai annars vegar og Kína hins vegar. Dubai hópurinn er tengdur furstafjölskyldunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og sá kínverski er talinn hafa yfr gífurlegum fjármunum að ráða.

Schmeichel vill kaupa Bröndby

Per Bjerregaard, stjónarformaður danska knattspyrnuliðsins Bröndby, mun á morgun hitta gömlu kempuna Peter Schmeichel en hann leiðir hóp fjárfesta sem vilja kaupa hinn fornfræga knattspyrnuklúbb. Fjárfestarnir vilja að sögn danskra fjölmiðla koma með tæplega þriggja millarða innspýtingu í klúbbinn til að koma Bröndby aftur á stall með stóru stákunum í Danmörku.

Saha kom til bjargar

Manchester United lagði Sunderland, 1-0, með marki frá Louis Saha, sem var að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli. Dagurinn var tilfinningaþrunginn fyrir stuðningsmenn Manchester United en Ole Gunnar Solskjær, sem neyddist til að leggja skóna á hilluna í vikunni vegna meiðsla, var heiðraður fyrir leik.

Róbert tryggði Gummersbach nauman sigur á Minden

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Gummersbach unnu sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í gær þegar liðið heimsótti Einar Örn Jónsson og félaga í Minden. Sigurinn var mjög naumur, 23-24, en það var línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem tryggði Gummersbach sigurinn með marki tíu sekúndum fyrir leikslok. Róbert skoraði fimm mörk í leiknum.

Þrjú töp hjá FH í Dalnum á síðustu fjórum árum

Íslandsmeistarar FH-inga, sem eru með sex stiga forskot á toppi Landsbankadeildar karla, eru enn á ný mættir í bikarleik á Laugardalsvelli þar sem þeir hafa dottið út úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. FH mætir Breiðabliki í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla og hefst leikurinn klukkan 16.00.

Dauðfeginn að vera laus frá félaginu

Gylfi Einarsson var leystur undan samningi við Leeds United á föstudagskvöldið og er því í leit að félagi þessa dagana. Þar með lauk skrautlegum tíma í lífi Gylfa, sem kom til félagsins árið 2004 frá Lilleström. Gylfi byrjaði feril sinn hjá Leeds vel og skoraði strax í sínum öðrum leik með liðinu. Það var á endanum hans eina mark fyrir þetta fornfræga félag.

Á toppinn í fyrsta sinn í fimm ár

Liverpool skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið slátraði Derby á Anfield, 6-0. Michael Owen tryggði Newcastle góðan sigur á Wigan en hrakfarir Tottenham héldu áfram.

Sjá næstu 50 fréttir