Fleiri fréttir

Ævintýralegur sigur Tottenham

Ekkert annað en fall virðist nú blasa við liði West Ham í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði 4-3 á heimavelli fyrir grönnum sínum í Tottenham í dag. Leikurinn var vægast sagt dramatískur og geta leikmenn West Ham ekki kennt neinum öðrum en sjálfum sér up tapið.

Kalla á David Beckham

Umræðan um David Beckham og enska landsliðið kraumar enn á Englandi og í dag létu þeir Gary Lineker og Michael Owen báðir í ljós skoðun sína á málinu. Þeir vilja að Steve McClaren landsliðsþjálfari kalli Beckham aftur inn í landsliðið.

Góður sigur hjá Blackburn

Blackburn gerði sér lítið fyrir og lagði Bolton 2-1 á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var hinn magnaði Benni McCarthy sem skoraði bæði mörk gestanna úr vítaspyrnum á tíu mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik, en Nicolas Anelka minnkaði muninn fyrir Bolton skömmu fyrir leikslok. Bolton er í fimmta sæti deildarinnar en Blackburn í því níunda.

Mikið fjör á Sýn í dag

Það verður mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og venja er um helgar, en í dag verður boðið upp á beinar útsendingar frá spænska boltanum, PGA-mótaröðinni í golfi og svo verður stórslagur í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Hitzfeld: Vörn Real er eins og gatasigti

Ottmar Hitzfeld segist vera mjög vongóður um að hans menn í Bayern Munchen slái Real Madrid út úr Meistaradeildinni þegar liðin mætast öðru sinni í 16-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Real marði 3-2 sigur í síðustu viku og segir Hitzfeld að ekki einu sinni Fabio Capello geti stoppað upp í lélegan varnarleik spænska liðsins.

Berlusconi hefur áhuga á Ronaldinho

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segist hafa fullan áhuga á að kaupa Brasilíumanninn Ronaldinho frá Barcelona. Þetta gengur þvert á nýlega yfirlýsingu varaforsetans Adriano Galliani, sem sagði félagið ekki hafa efni á honum.

Ferguson: Það er líf eftir Larsson

Sir Alex Ferguson segir að Manchester United muni spjara sig vel þó framherjinn Henrik Larsson sé brátt á heimleið aftur til Svíþjóðar. Larsson spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið um næstu helgi þegar United mætir Middlesbrough í bikarnum.

Rooney þarf í myndatöku

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United þarf að fara í myndatöku vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Liverpool í gær. Rooney varð fyrir harðri tæklingu frá Jamie Carragher og óttast forráðamenn United að hann muni missa af síðari leiknum við Lille í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Dallas setti met með 15. sigrinum í röð

Dallas Mavericks setti í nótt félagsmet þegar liðið vann 15. sigurinn í röð í NBA deildinni. Dallas lagði Orlando naumlega á heimavelli 92-89 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 29 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Dwight Howard skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Orlando, en Dallas varð í nótt 6. fljótasta liðið í sögu NBA til að ná 50. sigurleiknum í deildarkeppninni.

Neitar að greiða dómurunum

Þorsteinn Rafn Johnsen, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, var foxillur út í þá Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson sem dæmdu leik Fram og Stjörnunnar í gær.

Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir

Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi.

Úrslit af öðrum vetrarleikum Gusts

Aðrir vetrarleikar ársins hjá Gusti í Kópavogi fóru fram í dag í Glaðheimum. Þátttaka var nokkuð góð og var hörð keppni í ýmsum flokkum, t.d. í flokknum Karlar I þar sem margir góðir hestar og knapar öttu kappi.

Úrslit vetrarmóts Mána

Vetrarmót Mána var haldið í dag á Mánagrund í Keflavík. Gunnhildur Stella Haraldsdóttir og Vinur frá Sandhólaferju sigruðu pollaflokkinn, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Djákni frá Feti sigruðu barnaflokk og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Meiður frá Miðsitju sigruðu unglingaflokk.

Úrslit á Mývatn open

Mývatn Open var haldið í gær og var það stórknapinn Mette Manseth á Braga frá Hólum sem sigraði A flokk í tölti með 8,38, þá sigraði Nikolína Ósk Rúnarsdóttir B flokk í tölti á meistaranum Laufa frá Kollaleiru með 7,88 og svo var það Stefán Birgir Stefánsson og Blakkur frá Árgerði sem sigruðu skeiðið á 8,42 sek.

Fyrstu vetrarleikar Sóta

Það var góð þátttaka í karla-og kvennaflokki á fyrstu vetrarleikum Sóta sem fóru fram á Kasthúsatjörn í dag. Þótt tvísýnt hafi verið um ís á tjörninni fór mótið fram eins og best verður á kosið og skapaðist mikil stemning á ísilagði tjörninni þegar gæðingar félagsins runnu eftir brautinni.

Benitez: Ég á ekki til orð

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sagðist hvorki eiga til orð á spænsku né ensku til að lýsa yfir svekkelsi sínu með tapið gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Owen vandar Real Madrid ekki kveðjurnar

Enski framherjinn Michael Owen segist hugsa til tíma síns með Real Madrid með hryllingi og segist fljótlega hafa gert sér grein fyrir því að hann ætti ekki möguleika á að vinna sér fast sæti í liðinu.

Chelsea lagði Portsmouth

Chelsea saxaði í kvöld á forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 2-0 útisigri á Portsmouth. Leikurinn var jafn og harður, en gestirnir kláruðu færin sín betur og það reyndist munurinn á liðunum að þessu sinni. Didier Drogba skoraði 18. mark sitt í úrvalsdeildinni og 29. mark sitt í vetur og varamaðurinn Salomon Kalou innsiglaði sigurinn skömmu fyrir leikslok.

Góður sigur hjá Fram

Framarar unnu sætan sigur 29-25 á Stjörnunni í dhl deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið undir 13-10 í hálfleik. Tite Kalandadze skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og Roland Eradze varði 20 skot í markinu, en Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11/6 mörk fyrir Fram og gamla brýnið Zoltan Belanyi skoraði 5 mörk úr 5 skotum í síðari hálfleiknum.

Bayern aftur í baráttuna

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen unnu mikilvægan 3-2 útisigur á Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Bayern hafði tapað fimm útileikjum í röð fyrir sigurinn í dag og er liðið nú aðeins sex stigum á eftir toppliði Schalke sem er í bullandi vandræðum þessa dagana.

Defoe vorkennir West Ham

Jermaine Defoe, leikmaður Tottenham og fyrrum leikmaður West Ham, segist kenna í brjóst um stuðningsmenn West Ham sem sjá fram á annað fallið í fyrstu deild á nokkrum árum. Defoe er ekki vinsæll á Upton Park síðan hann fór frá liðinu þegar það féll fyrir þremur árum.

Flensburg í undanúrslitin

Þýska liðið Flensburg tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Flensburg tapaði síðari leik sínum við Barcelona 34-29 í dag, en vann fyrri leikinn örugglega 31-21. Þetta er í þriðja sinn síðan 2004 sem liðið fer í undanúrslit, en þangað er liðið komið ásamt löndum sínum í Kiel.

Inter aftur á sigurbraut

Meistarar Inter Milan eru komnir aftur á sigurbraut í ítölsku A-deildinni eftir jafntefli í síðasta leik, en liðið lagði Livorno 2-1 á útivelli í dag eftir að lenda marki undir. Cristiano Lucarelli kom Livorno yfir með marki úr aukaspyrnu en Julio Cruz og Zlatan Ibrahimovic tryggðu Inter sigur. Á sama tíma gerði Roma 1-1 jafntefli við Ascoli og Inter hefur því 16 stiga forystu á toppnum.

Útlitið dökknar hjá West Ham

Leikjunum sex sem hófust klukkan 15 í ensku úrvaldeildinni er nú lokið og hefur staða West Ham í botnbaráttunni versnað til muna því keppinautar liðsins á botninum kræktu allir í stig í dag.

Enn vinnur Federer

Roger Federer vann í dag sinn sjöunda titil í röð þegar hann vann sigur á Rússanum Mikhail Youzhny 6-4 og 6-3 í úrslitaleiknum á opna Dubai mótinu í tennis. Þetta var fjórði sigur hins magnaða Federer á mótinu á síðustu fimm árum.

Arnór og félagar úr leik

Arnór Atlason og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn eru úr leik í EHF keppninni í handbolta eftir 39-35 tap í síðari leik sínum við fyrrum félaga Arnórs í þýska liðinu Magdeburg. Þýska liðið vann fyrri leikinn með sjö mörkum og er komið í undanúrslit keppninnar. Arnór skoraði fjögur mörk í leiknum í dag.

Ferguson: Maður þarf heppni til að vinna titla

Sir Alex Ferguson viðurkenndi fúslega að hans menn í Manchester United hefðu haft heppnina með sér þegar þeir stálu 1-0 sigri á Liverpool í dag. Hann sagði heimamenn hafa spilað betur, en bendir á að menn verði að hafa heppnina með sér ef þeir ætli að vinna titla.

O´Shea tryggði United öll stigin

Manchester United tók mjög stórt skref í áttina að enska meistaratitlinum í dag þegar liðið lagði erkifjendur sína í Liverpool 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. John O´Shea skoraði sigurmark United í uppbótartíma eftir að Paul Scholes hafði verið vikið af velli. United hefur nú 12 stiga forskot á toppi deildarinnar en Chelsea á tvo leiki til góða.

Besti leikur Shaquille O´Neal í vetur

Gamla brýnið Shaquille O´Neal fór á kostum í nótt þegar hann fór fyrir Miami í góðum sigri á efsta liði Austurdeildarinnar, Detroit Pistons, 85-82. Miami hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en hafði nauman sigur á lokasprettinum eftir að Detroit hafði náð að jafna leikinn og komast yfir í fjórða leikhluta. Leikurinn var sýndur beint á Sýn.

Markalaust í hálfleik á Anfield

Staðan í stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Heimamenn hafa verið heldur sprækari framan af. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar en United á toppnum.

Tímamót hjá goðsögninni Giggs

Velski vængmaðurinn Ryan Giggs leikur sinn 700. leik með Manchester United í dag er liðið sækir Liverpool heim í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið í eldlínunni með United síðan 1991 og unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði.

Til La Manga með Álasundi

Guðjón Baldvinsson mun fara með Álasundi í vikuæfingaferð til La Manga á Spáni í næstu viku. Hann hefur verið að æfa með liðinu undanfarna daga og átti góða innkomu í tapleik liðsins gegn Djurgården í fyrrakvöld.

Yrði dauðadómur fyrir félagið

Ensk knattspyrnuyfirvöld rannsaka nú hvort ólöglega hafi verið staðið að skráningu Argentínumannanna Carlos Tevez og Javier Mascherano þegar þeir gengu til liðs við West Ham í haust.

Nú meiðast menn í hverjum leik

Það er eins og Keflvíkingar þurfi að ganga í gegnum allt hugsanlegt mótlæti í körfuboltanum í vetur og staða liðsins hefur vissulega borið keim af því.

Bellamy: Missti stjórn á skapi mínu

Skapofsamaðurinn Craig Bellamy hefur í fyrsta skipti tjáð sig um það sem gekk á milli hans og John Arne Riise en Bellamy var sagður hafa lamið Riise í fæturna með golfkylfu eftir gott kvöld í Portúgal.

Robinho lánaður til heimalandsins?

Umboðsmaður brasilíska framherjans Robinho segir að forráðamenn Real Madrid ættu að fara að ákveða sig hvort þeir ætli að nota leikmanninn á næstunni, því hann sé með fjölda tilboða á borðinu um að fara sem lánsmaður til Brasilíu.

Generalprufan fyrir bikarúrslitin

Generalprufan fyrir bikarúrslitaleik karla í handbolta fer fram í Ásgarði í Garðabæ í dag þegar Stjarnan tekur á móti Fram í DHL-deild karla. Liðin mætast á sama tíma eftir viku í sjálfum bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni. Bæði ollu þau vonbrigðum fyrir jól en hafa verið að ná sér á strik í síðustu leikjum, Stjarnan hefur unnið sex deildarleiki í röð og Framliðið er búið að skora 118 mörk í síðustu þremur leikjum sínum í deild og bikar.

Keyptu hlut í Millwall

Bandarískt fjárfestingafélag hefur keypt hlutabréf í enska 2. deildarfélaginu Millwall fyrir fimm milljónir punda. Félagið hefur því bæst í hóp með Liverpool, Manchester Untited og Aston Villa sem eru reyndar öll í eigu Bandaríkjamanna.

Blóðug barátta

Það verður háð stríð á Anfield klukkan 12.45 í dag þegar hinir fornu fjendur Liverpool og Man. Utd mætast.

Blackburn lækkar miðaverð

Forráðamenn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að lækka meðalverð á ársmiðum fyrir stuðningsmenn liðsins á næsta ári. Lækkunin þýðir að Blackburn verður af milljón punda í tekjum.

Á leið til Fjölnis

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun framherjinn Davíð Þór Rúnarsson vera á leið til 1. deildarliðs Fjölnis. Hann lék síðast með Víkingum en hefur verið samningslaus um nokkra mánaða skeið. Davíð lék síðast með Fjölni árið 2004 en hefur einnig verið á mála hjá Tindastóli, Neista á Hofsósi og Hvöt.

Terry verður ekki með gegn Porto

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tilkynnti í gær að fyrirliðinn John Terry verði ekki í leikmannahópi liðsins í síðari viðureigninni gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. "Ekki fræðilegur möguleiki," sagði Mourinho þegar hann var spurður en sagðist frekar búast við honum fyrir leikinn gegn Tottenham í bikarnum um næstu helgi.

Auðvelt og afgerandi hjá KR-ingum

KR vann loksins sigur á Hamar/Selfoss í DHL-höllinni í gær eftir að hafa tapaði tvívegis fyrir þeim fyrr í vetur. KR vann 23 stiga sigur, Hamar/Selfoss skoraði aðeins 52 stig og tapaði sínum fjórða leik í röð.

Bestu liðin heima væru best í Belgíu

Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir leikur í dag sinn fyrsta leik með belgíska úrvalsdeildarliðinu Oud-Heverlee Leuven þegar það heimsækir lið KFC Lentezon Beerse.

Unnu Tékka 30 - 25

A-landslið kvenna sigraði nú í kvöld Tékka á æfingarmóti í Tékklandi. Leikurinn endaði 30-25 fyrir Íslandi en staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir