Handbolti

Generalprufan fyrir bikarúrslitin

Generalprufan fyrir bikarúrslitaleik karla í handbolta fer fram í Ásgarði í Garðabæ í dag þegar Stjarnan tekur á móti Fram í DHL-deild karla. Liðin mætast á sama tíma eftir viku í sjálfum bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni. Bæði ollu þau vonbrigðum fyrir jól en hafa verið að ná sér á strik í síðustu leikjum, Stjarnan hefur unnið sex deildarleiki í röð og Framliðið er búið að skora 118 mörk í síðustu þremur leikjum sínum í deild og bikar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×