Fleiri fréttir

Dagný Linda í 35. sæti á Ítalíu

Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona varð í 35. sæti á heimsbikarmóti í tvíkeppni kvenna í Tarvisio á Ítalíu. Fram kemur í tilkynningu frá Skíðasambandinu að hún hafi verið 38. eftir brunið af þeim 52 stúlkum sem kláruðu fyrri ferðina og náði svo 33. besta tímanum í sviginu.

Zlatan aftur með sænska landsliðinu

Sættir hafa tekist með sænska sóknarmanninnum Zlatan Ibrahimovic og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Svía, sem þýðir að Zlatan mun aftur leika með sænska landsliðinu.

Fjórtán sigrar í röð hjá Dallas

Dallas vann sinn fjórtánda sigur í röð þegar liðið lagði Cleveland með 95 stigum gegn 92. Dirk Nowitski var stigahæstur í liði Dallas með 24 stig en Le Bron James skoraði 39 fyrir Cleveland.

Wi efstur á Honda Classic

Charlie Wi frá Suður Kóreu hefur eins höggs forystu á Honda Classic mótinu í golfi sem hófst í gær. Bernhard Langer frá Þýsklandi stal senunni í gær.

Kári Steinn nokkuð frá sínu besta í Birmingham

Kári Steinn Karlsson varð í 21. sæti af 25 keppendum í undanúrslitum í 3000 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í Birmingham í morgun. Kári kom í mark á 8 mínútum 31,91 sekúndu og var 20 sekúndum frá Íslandsmeti sínu.

Úrslit úr Hraðafimi í Meistaradeildinni

Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið.

Drogba bestur í Afríku

Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku í fyrsta sinn á ferlinum. Drogba var tilnefndur ásamt félaga sínum Michael Essien hjá Chelsea, en sá hafnaði í þriðja sæti í kjörinu annað árið í röð. Samuel Eto´o hjá Barcelona varð annar í kjörinu, en hann hafði unnið þrjú síðustu ár.

Njarðvíkingar deildarmeistarar

Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að leggja Fjölnismenn í Grafarvogi 89-75. Snæfell lagði Grindavík 83-74, Skallagrímur vann Þór 103-93 og þá vann Keflavík sigur á Tindastól á heimavelli 107-98.

Upphitun fyrir Miami - Detroit á Sýn annað kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar klukkan eitt annað kvöld þegar meistarar Miami Heat taka á móti erkifjendum sínum Detroit Pistons í NBA deildinni. Detroit hefur mjög örugga forystu í fyrsta sætinu í Austurdeildinni, en Miami er sem stendur í sjöunda sætinu og þarf nauðsynlega á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Ísland tapaði fyrir Slóvakíu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag fyrsta leik sínum á æfingamóti sem stendur yfir í Tékklandi næstu daga. Íslenska liðið tapaði fyrir Slóvakíu 34-26 eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 7 mörk fyrir íslenska liðið, sem mætir heimamönnum Tékkum á morgun.

Njarðvíkingar geta tryggt sér efsta sætið í kvöld

Í kvöld fara fram fjórir leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta. Njarðvíkingar geta með sigri á Fjölni tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en liðin eigast við í Grafarvogi klukkan 19:15. Á sama tíma tekur Snæfell á móti Grindavík, Keflavík á móti Tindastól og Skallagrímur fær Þórsara í heimsókn.

Eggert fékk dularfullt duft í pósti

Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ og stjórnarformannI enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, barst í gær dularfullt bréf á skrifstofu sína í Lundúnum með með hvítu dufti.

Emre enn í sviðsljósinu vegna kynþáttaníðs

Tyrkneski miðjumaðurinn Emre hjá Newcastle er enn í sviðsljósinu fyrir meintan kynþáttaníð sinn á knattspyrnuvellinum, en hann er nú sakaður um þetta í þriðja sinn á stuttum tíma. Bolton og Everton höfðu þegar gert athugasemdir við framkomu leikmannsins og nú hefur leikmaður Watford bæst í þennan hóp.

Eboue fær þriggja leikja bann

Varnarmaðurinn Emmanuel Eboue hjá Arsenal hefur verið dæmdur í þriggja leikja keppnisbann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að slá til Wayne Bridge í úrslitaleik deildarbikarsins um síðustu helgi. Knattspyrnusambandið notaðist við myndbandsupptökur af leiknum í dómi sínum.

Styrkir til VÍK

Í nokkuð mörg ár hefur VÍK (Vélhjólaíþróttaklúbburinn) reynt að fá styrki frá hinum ýmsu sjóðum á vegum ríkisins, yfirleitt hefur það gengið mjög ílla og ekki eyri að fá. Þó svo að þetta sport er orðið mjög stórt er þetta bara ein stór neitun. Það eru hinsvegar einkarekin fyrirtæki sem hafa verið að styrkja klúbbinn sem mest.

Wenger kallaður inn á teppi

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, verður kallaður inn á teppi hjá enska knattspyrnusambandinu eftir að hann kallaði aðstoðardómarann í úrslitaleiknum í deildarbikarnum lygara. Wenger segir aðstoðardómarann hafa sagt að Emmanuel Adebayor hafi kýlt Frank Lampard, en bæði knattspyrnusambandið og Frank Lampard sjálfur hafa neitað þessu.

Philadelphia stöðvaði Phoenix

Philadelphia varð í nótt eina liðið í Austurdeildinni í NBA sem náði að vinna Phoenix Suns á heimavelli. Philadelphia sigraði 99-94 og var þetta eina tap Phoenix á útivelli gegn liði í Austurdeildinni. Amare Stoudemire skoraði 31 stig og hirti 14 fráköst fyrir Phoenix en Andre Iguodala skoraði 24 fyrir Philadelphia.

Kawasaki kemur með Vulcan "Custom"

Kawasaki hefur flett hulunni af Kawasaki Vulcan 1600 Mean Streak Custom. Hjólið er hið allra glæsilegasta og sker sig frá öðrum hjólum. Svart matt lakk prýðir hjólið ásamt rauðum og gráum eldstrípum. Grindin á hjólinu er rauð ásamt felgum.

Blackburn í 8-liða úrslit - Arsenal úr leik

Arsenal féll úr leik í annari bikarkeppninni á nokkrum dögum í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Blackburn í 16-liða úrslitum enska bikarsins. Það var Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy sem tryggði Blackburn sigurinn með frábæru marki á 87. mínútu og mætir liðið Manchester City í næstu umferð. Hann segir Blackburn hafa slegið út besta liðið í úrvalsdeildinni.

Eiður kom inn sem varamaður í sigri Barca

Barcelona er komið í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir 2-1 útisigur á Zaragoza í síðari leik liðanna í kvöld. Barca tapaði fyrri leiknum 1-0 en fer áfram á útimörkum. Xavi og Iniesta skoruðu mörk Barcelona í kvöld en Eiður Smári Gudjohnsen kom inn sem varamaður á 85. mínútu leiksins.

Newcastle fær aðeins milljón vegna meiðsla Owen

Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur boðið enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eina milljón punda í skaðabætur vegna meiðsla sem Michael Owen varð fyrir í leik Englendinga og Svía á HM síðastliðið sumar.

Þjálfari Sevilla borinn rotaður af velli

Leikur Real Betis og Sevilla í spænska konungsbikarnum í kvöld var flautaður af í upphafi síðari hálfleiks eftir að þjálfari Sevilla rotaðist þegar aðskotahlut var kastað í höfuð hans. Liðin eru einir hatrömmustu erkifjendur í spænsku deildinni, en Sevilla var marki yfir þegar flautað var af. Juande Ramos þjálfari var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið, en er sagður hafa rankað við sér í sjúkrabílnum á leiðinni þangað.

Drífðu þig inn í eldhús kona

Cedric Maxwell, fyrrum leikmaður og núverandi útvarpslýsandi hjá Boston Celtics var látinn biðjast afsökunar opinberlega í gærkvöldi eftir karlrembuleg ummæli sín í garð kvendómara í deildinni á mánudagskvöldið.

Ótrúleg sigurganga Inter stöðvuð

Udinese náði í kvöld að stöðva 17 leikja sigurgöngu Inter Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu þegar liðin skildu jöfn 1-1 í Mílanó. Chris Obodo kom gestunum yfir 1-0 með frábæru marki, en varamaðurinn Hernan Crespo jafnaði fyrir heimamenn. Inter er þrátt fyrir þetta með örugga forystu í A-deildinni og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið verði meistari í vor.

Haukastúlkur deildarmeistarar

Kvennalið Hauka varð í kvöld deildarmeistari í körfubolta annað árið í röð eftir að liðið skellti Hamri í Hveragerði 89-59. Keflavík vann auðveldan sigur á ÍS 88-55 og þá vann Grindavík nauman sigur á Breiðablik 76-72.

Wade hallast að sjúkrameðferð

Bakvörðurinn snjalli Dwyane Wade hjá Miami Heat hefur gefið það í skyn að hann muni fara í endurhæfingu og reyna að snúa aftur í síðustu viku deildarkeppninnar í NBA. Wade fór úr axlarlið á dögunum og hefur enn ekki gefið endanlegt svar um það hvort hann ætli í uppskurð eða endurhæfingu.

Guðjón markahæstur í sigri Gummersbach

Gummersbach vann í kvöld afar mikilvægan sigur á toppliði Flensburg í toppbaráttunni í þýska handboltanum 33-26 eftir að hafa verið yfir í leikhléi 17-14. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Gummersbach með 7 mörk og Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Kiel og Hamburg sem eru í öðru og þriðja sæti.

Þriggja mánaða bann fyrir steranotkun

Framherjinn Marco Borriello hjá AC Milan hefur verið dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í nóvember. Ólöglegir sterar fundust við lyfjaprófið og því má leikmaðurinn ekki spila á ný fyrr en þann 21. mars, en hann hefur þegar setið af sér hluta bannsins.

Eiga ekki skilið að klæðast treyju West Ham

Nokkrir af stuðningsmönnum West Ham í ensku úrvalsdeildinni hafa nú fengið sig fullsadda á ömurlegu gengi liðsins í deildinni í vetur. Í gær fór af stað undirskriftalisti meðal traustra stuðningsmanna félagsins þar sem lagt er til að kjörinu á leikmanni ársins hjá félaginu verði aflýst á þessu ári því enginn sé þess heiðurs verðugur.

Arftakar Cafu og Carlos til United í sumar

Manchester United gekk fyrir nokkru frá samningi við unga tvíbura frá liði Fluminese í Brasilíu, en þeir ganga í raðir liðsins í sumar þegar þeir verða 18 ára gamlir. Þeir heita Fabio og Rafael da Silva og eru vinstri og hægri bakverðir. Það er mál manna í Brasilíu að þeir bræður verði arftakar Roberto Carlos og Cafu hjá brasilíska landsliðinu.

Santa Cruz: Komið og náið í mig

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Bayern Munchen er orðinn hundleiður á að sitja á varamannabekknum hjá þýsku meisturunum og skorar á lið í ensku eða spænsku úrvalsdeildinni að kaupa sig.

Denver - Orlando í beinni í nótt

Leikur Denver Nuggets og Orlando Magic verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 2 eftir miðnætti í nótt. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að sjá þrjár af skærustu stjörnum NBA deildarinnar í einum pakka.

Chelsea að kaupa Portúgala

Sky sjónvarpsstöðin greinir frá því í dag að Chelsea hafi gengið frá kaupum á portúgalska varnarmanninum Manuel da Costa frá PSV Eindhoven í Hollandi. Costa þessi er sagður valda því að spila hvaða stöðu sem er í vörninni og hefði liðið vel geta notað mann með þá hæfileika í vetur. Costa er tvítugur og samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum gengur hann í raðir Chelsea í sumar.

Roy Keane: Gráu hárunum fjölgar

Harðjaxlinn Roy Keane segist nú vera farinn að njóta þess í fyrsta sinn að starfa sem knattspyrnustjóri. Keane tók við liði Sunderland í bullandi vandræðum í ensku 1. deildinni síðasta haust, en hefur náð að rífa liðið upp í fjórða sæti deildarinnar.

Robben ósáttur

Arjen Robben hefur nú viðurkennt opinberlega að hann sé orðinn þreyttur á því að halda ekki föstu sæti í liði Chelsea. Robben stóð sig vel í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal um síðustu helgi og lagði þar upp sigurmarkið fyrir Didier Drogba.

Það eru örlög mín að verða óumdeildur meistari

Gamla brýnið Evander Holyfield segir það vera örlög sín að verða óumdeildur heimsmeistari í þungavigt hnefaleika áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna. Holyfield er 44 ára gamall og tók hanskana af hillunni á síðasta ári. Þá vann hann tvo bardaga og sá þriðji er á dagskránni í Texas þann 17. mars.

Blackburn - Arsenal í beinni í kvöld

Leikur Blackburn og Arsenal í fimmtu umferð deildarbikarsins verður sýndur beint á Sýn klukkan 20 í kvöld. Hér er um að ræða aukaleik liðanna eftir að fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Arsenal verður án fjölda lykilmanna í kvöld eins og Thierry Henry, Tomas Rosicky og Kolo Toure.

Gerrard heimtar sigur á United

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool heimtar sigur og ekkert annað þegar lið hans tekur á móti toppliði Manchester United á laugardaginn. Hann segir sigur United fara langt með að tryggja liðinu titilinn og það vill hann ekki sjá gerast á Anfield.

Tap á rekstri Man City

Knattspyrnufélagið Manchester City hefur tilkynnt 7,1 milljón punda tap á rekstri félagsins á síðari helmingi fjárhagsársins 2006. Þetta eru mun lakari tölur en á sama tíma árið áður, en þá var hagnaðurinn nær 17 milljónir punda eftir söluna á Shaun Wright-Phillips til Chelsea.

Ferguson: Eftirlaunin geta beðið

Sir Alex Ferguson hjá Manchester United segist staðráðinn í að vinna í tvö ár í viðbót. "Ég ákvað að hætta árið 2002, en sá mikið eftir því og mér leið miklu betur eftir að ég skipti um skoðun ákvað að halda áfram. Eftirlaunin geta beðið," sagði Skotinn.

Fowler í viðræðum við félag í MLS

Steve Nicol, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi þjálfari New England Revolution í MLS deildinni í Bandaríkjunum, segist vera í viðræðum við fyrrum félaga sinn Robbie Fowler um að koma vestur um haf. Fowler er samningslaus hjá Liverpool í sumar.

13 í röð hjá Dallas

Dallas heldur áfram að mala andstæðinga sína í NBA deildinni og í nótt vann liðið Minnesota á útivelli 91-65 og þar með 13. sigurinn í röð. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV og áttu heimamenn aldrei möguleika eftir að Dallas-vörnin hélt þeim í aðeins 27 stigum í fyrri hálfleiknum. Þá hefur Phoenix unnið alla útileiki sína gegn liðum úr Austurdeildinni í vetur og setti nýtt met í nótt.

Ferguson: Besta byrjun sem ég hef séð

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigurinn á Reading í enska bikarnum í kvöld og sagði byrjun sinna manna hafa verið þá bestu sem hann hefði séð í sinni stjórnartíð. Hann viðurkenndi þó að um hann hefði farið þegar heimamenn minnkuðu muninn.

Fimm leikja bann fyrir Rambo-árás

Brasilíski miðjumaðurinn Lincoln hjá Schalke var í dag dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að veita Bernd Schneider hjá Bayer Leverkusen hnefahögg í leik liðanna í Gelsenkirchen um helgina. Tilþrifum þess brasilíska var lýst sem Rambo árás í þýskum fjölmiðlum.

Sjá næstu 50 fréttir