Sport

Mikið áfall fyrir Aston Villa

Lið Aston Villa varð fyrir áfalli á æfingu í gær þegar framherjinn Juan Pablo Angel meiddist á ökkla. Meiðslin koma sér afar illa þar sem að Carlton Cole er einnig meiddur um þessar mundir. "Ökklinn á Angel er mjög bólginn og hann verður ekki með á laugardaginn," sagði David O´Leary, knattspyrnustjóri Villa. "Meiðslin koma á slæmum tíma þar sem að Cole er enn frá keppni og Luke Moore og Darius Vassell eru enn að komast í almennilegt form."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×