Sport

Eigandi Red Bull ánægður

Christian Horner, eigandi Red Bull liðsins í Formúlu 1 er í skýjunum eftir frábæran árangur liðs síns í fyrstu keppni ársins í Ástralíu um helgina. Aðalökumaður liðsins, skotinn David Coulthard, hafnaði í fjórða sæti í keppninni og Christian Klien hafnaði í því sjöunda. Coulthard sagði eftir kappaksturinn að hann hefði sennilega unnið keppnina ef hann hefði ekki lent í jafn mikilli traffík og raun bar vitni "Mér fannst eins og ég hefði farið fram úr sex Jordan bílum, slík var örtröðin á brautinni", sagði skotinn hæðnislega á blaðamannafundi eftir keppnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×