Sport

Meistararnir úr leik

Slóvakar unnu í dag Spánverja í Davis-bikarnum í tennis þegar Karol Beck og Michael Mertinak báru sigurorð af Albert Costa og Rafael Nadal í tvíliðaleik. Þar með var ljóst að 3-0 forysta Slóvaka nægir þeim til að komast í 8-liða úrslit keppninnar og núverandi meistarar, Spánverjar, eru úr leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×