Sport

Ferguson svarar Drogba

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, undrast ummæli Didier Drogba, framherja Chelsea, um að síðarnefnda liðið sé þegar búið að tryggja sér enska meistaratitilinn. "Sumir leikmenn Chelsea hafa verið að tala um að liðið hafi þegar landað titlinum. Slíkt tal er ótímabært", sagði Ferguson. "Það er frekar hrokafullt að segja að maður hafi þegar unnið titilinn þegar heilir 10 leikir eru enn eftir því fótbolti getur verið grimm íþrótt. Ég veit ekki hvort þeir (leikmenn Chelsea) hafa svona mikið sjálfstraust eða hvort þeir eru einfaldlega að reyna að sannfæra sjálfa sig um að þetta sé í raun satt. Það sem ég veit þó er að svona yfirlýsingar geta komið í bakið á mönnum", bætti Ferguson við. Liðin eiga bæði útileik gegn minni spámönnum í dag, Chelsea sækir Norwich heim United Crystal Palace. Vinni United leik sinn minnka þeir forskot Chelsea niður í þrjú stig þar sem Chelsea leikur síðar um daginn. Chelsea mun þó eftir sem áður eiga tvo leiki til góða á United.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×