Sport

Hargreaves vill fara til Spurs

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen hefur lýst yfir áhuga sínum að ganga til liðs við lið Tottenhan Hotspurs í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hargreaves, sem er fæddur í Kanada, en hefur enskt ríkisfang, hefur verið á mála hjá Bayern í nokkur ár en vill nú snúa aftur til Englands til að eiga betri möguleika á að festa sig í sessi í enska landsliðinu.  "Tottenham gerði mér tilboð í vetur, sem ég afþakkaði, en Frank Arnesen sagði mér að vera áfram í sambandi við sig og nú langar mig að fara til Englands að spila og ég tel að það yrði frábært að fá að leika með liði Tottenham", sagði Hargreaves.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×