Sport

Wenger með mikið álit á Almunia

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sannfærður um að spænski marðvörðurinn Manuel Almunia, sem liðið keypti frá Celtta Vigo á síðasta ári, muni sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í honum býr. Almunia og Jens Lehmann hafa skipst á að vera í byrjunarliði Arsenal en Almunia vakti mikla athygli í bikarleik gegn Sheffield United þar sem hann tryggði liðinu sigur er hann varði tvær vítaspyrnur og tryggði Arsenal áframhaldandi þátttöku í keppninni. Arsenal mætir Portsmouth á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×