Sport

Maradona í aðgerð

Fyrrum knattspyrnusnillingurinn Diego Maradona er nú að jafna sig eftir aðgerð sem framkvæmd var á honum til að minnka í honum magann. Maradona var orðinn hnöttóttur af offitu eftir að hafa verið að berjast við kókaínfíkn sína og því brugðu læknar á það ráð að minnka magann á kappanum til að sporna við áti hans. Hann mun dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga til að jafna sig eftir aðgerðina. Þessi 44 ára gamli fyrrum besti knattspyrnumaður heims hefur verið í miklum vandraæðum með heilsu sína að undanförnu og var á tímabili vart hugað líf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×