Sport

ÍBV gaf leikinn gegn ÍA

Ekkert varð af leik ÍA og ÍBV í Faxaflóamóti kvenna í knattspyrnu sem fram átti að fara í gær þar sem síðarnefnda liðið náði ekki í lið. Að sögn Sigurlás Þorleifssonar, þjálfara ÍBV, er liðið að kljást við mikla manneklu þessa dagana og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Það aftraði liðinu þó ekki frá því að leggja FH-stúlkur af velli kvöldið áður í sama móti. "Það er heldur ekkert spennandi að spila á mölinni á Akranesi. Sá völlur þykir ekki viðunandi fyrir karlana og það sama ætti að gilda fyrir konurnar," sagði Sigurlás við Fréttablaðið í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×