Sport

Slóvaki til Þróttara

Lið Þróttar í Landsbankadeildinni á von á slóvenskum framherja til sín þann 17. mars nk. og mun hann vera hjá liðinu til reynslu í vikutíma. Að sögn Guðmundar Vignis Óskarssonar, framkvæmdastjóra Þróttar, er um að ræða framherja sem leikið hefur í úrvalsdeildinni í heimalandi sínu undanfarin tvö ár við góðan orðstír. "Ef allar þær lýsingar sem við höfum heyrt af honum og hann stendur undir væntingum á æfingum tel ég ekki ólíklegt að gengið verði til samninga," sagði Guðmundur Vignir í samtali við Fréttablaðið í gær. Áður höfðu Þróttarar samið við varnarmann frá Serbíu, Dusjan Jovic að nafni. Þá eru fulltrúar Þróttar á leið til Edinborgar í næstu viku til að ræða möguleg félagsskipti Hjálmars Þórarinssonar til Hearts. Hjálmar hefur verið í láni hjá skoska úrvalsdeildarliðinu í allan vetur og vilja forráðamenn Hearts ólmir festa kaup á leikmanninum. Að sögn Guðmundar Vignis ber lítið á milli félaganna og því líklegt að gengið verði frá félagsskiptunum sem fyrst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×