Sport

Góður sigur hjá Villa

Aston Villa vann í dag góðan heimasigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir markalausan og fremur tíðindalausan fyrri hálfleik braut danski varnarmaðurinn Martin Laursen ísinn með skot úr vítateig eftir fyrirgjöf Nolberto Solano á 64. mínútu. Luke Moore tryggði svo sigur Villa um tíu mínútum fyrir leikslok. Villa komst með sigrinum upp í 10. sæti deildarinnar með 38 stig en Middlesbrough er sem fyrr í 6. sæti deildarinnar með 42 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×