Sport

Serena í undanúrslit í Dubai

Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams er komin í undanúrslit á Opna meistaramótinu í Dubai. Williams sigraði Daniel Hantuchova, 6-4 og 6-3, og tryggði sér þar með áframhaldandi þátttökurétt. "Þetta var skemmtilegt í dag," sagði Williams. "Ég vildi ekki byrja illa, sérstaklega ekki gegn Daniel. Ég var hreyfanleg og einbeitingin var í lagi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×