Fleiri fréttir O´Neal með á ný eftir meiðsli Shaquille O´Neal lék á ný með Miami Heat gegn New Jersey Nets á útivelli í NBA-körfuboltanum í nótt. 4.3.2005 00:01 Wigan samdi við Kavanagh Lið Wigan í ensku 1. deildinni í knattspyrnu samdi við Graham Kavanagh, leikmann Cardiff City, rétt eftir hádegi í dag. 4.3.2005 00:01 Framtíð Glenn Hoddle óráðin? Forráðamenn Wolverhampton hafa ítrekað við fjölmiðla að framtíð knattspyrnustjórans Glenn Hoddle hjá liðinu verði ekki rædd fyrr en eftir að tímabilinu lýkur. 4.3.2005 00:01 Eiður ekki ölvaður undir stýri Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður með Chelsea og fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sem upp kom þegar hann var stöðvaður af lögreglu, grunaður um ölvun við akstur. Hún er svohlljóðandi: „Niðurstaða blóðprufu hefur staðfest að ég var ekki undir áhrifum áfengis þegar lögregla í Lundúnum stöðvaði bíl minn á heimleið aðfararnótt sunnudags í febrúar. 4.3.2005 00:01 KSÍ hefur grætt rúmar 6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands keypti hlutabréf í KB banka fyrir um 100 milljónir í hlutafjárútboði í október á síðasta ári. Þau hafa hækkað um 6,25% síðan þá. 4.3.2005 00:01 Wright Phillips frá í tvo mánuði Shaun Wright-Phillips, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, verður frá keppni í allt að tvo mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Norwich á mánudaginn síðasta. 4.3.2005 00:01 Gauti komst ekki áfram Gauti Jóhannesson, millivegalengdarhlaupari úr UMSB, féll í dag úr keppni í 1500 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu innanhúss, sem fram í Madríd. Gauti hljóp á 3 mínútum og 50.67 sekúndum í undanrásarriðli 1, sem er nokkuð frá hans besta. Gauti varð í 11. sæti í sínum riðli og 22. sæti samtals. 4.3.2005 00:01 Davenport og Jankovic í úrslit Hin bandaríska Lindsay Davenport mætir Jelenu Jankovic frá Serbíu- og Svartfjallalandi í úrslitum á tennismóti sem fram fer í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Davenport sigraði Patty Schnyder frá Sviss, 4-6, 7-5 og 6-1 eftir að sú síðarnefnda hafði verið í kjörstöðu með forystuna 6-4 og 5-4 í öðru settinu. 4.3.2005 00:01 Gasol að ná sér af meiðslunum Miðherji Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, hinn spænski Pau Gasol, er tilbúinn að mæta á æfingar á nýjan leik eftir að læknar liðsins skoðuðu vinstri fótlegg hans í dag. Gasol meiddist nokkuð illa 25. janúar síðastliðinn og var búist við að hann yrði lengi frá en bati hans hefur verið betri en forráðamenn Grizzlies þorðu að vona. 4.3.2005 00:01 Gustavson skrifar undir á morgun Sænski knattspyrnumaðurinn Erik Gustavson mun um hádegisbilið á morgun skrifa formlega undir samning við Fylkismenn, en ákveðið var að fá Gustavsson til félagsins fyrir nokkru síðan eftir að hann hafði dvalið hjá félaginu við æfingar. Samningur Gustavson mun gilda út komandi keppnistímabil í úrvalsdeildinni. 4.3.2005 00:01 Annað gull Klassen Cindy Klassen frá Kanada vann í dag sín önnur gullverðlaun á heimsbikarmóti í skautahlaupi sem fram fer í Inzell í Þýskalandi. Klassen vann 3000 metra skautahlaupið á 4:10.37 mínútum en heimastúlkan Claudia Pechstein varð önnur á 4:10.89. Landa Klasssen, Clara Hughes, varð svo þriðja á 4:11.97. 4.3.2005 00:01 Armstrong á leið til Frakklands Hjólreiðarmaðurinn þrautseigi, Lance Armstrong frá Bandaríkjunum, kemur á morgun til Frakklands til þess að hefja formlega undirbúning sinn undir hina víðfrægu Tour de France-keppni sem hefst í júlí. Armstrong, sem hefur sigrað keppnina sex ár í röð, mun taka þátt í París-Nice keppninni sem hefst á sunnudaginn. 4.3.2005 00:01 Safin jafnaði metin fyrir Rússa Rússinn Marat Safin, sem vann opna ástralska meistaramótið fyrir skömmu, vann í dag Adrian Garcia frá Chile 6-1, 3-6, 6-3 og 7-6 og jafnaði þar með metin í viðureign þjóðanna í fyrstu umferð Davis-keppninnar í tennis sem fram fer í Moskvu. 4.3.2005 00:01 Kluft sigraði í fimmtarþraut Ólympíu- og heimsmeistarinn í sjöþraut, hin sænska Carolina Kluft, vann í dag fyrstu gullverðlaunin á heimsmeistaramótinu innanhúss er hún vann fimmtarþraut með 4,948 stig. Kluft leiddi eftir fjórar þrautir og þurfti að hlaupa 800 metrana í lokin á undir 2:10.40 mínútum. Það tókst henni og gott betur, hljóp á 2:13.47. 4.3.2005 00:01 Góður sigur Valsmanna Valsmenn unnu í kvöld góðan sigur á Þórsurum í DHL-deild karla í handbolta. Lokatölur urðu 36-29 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 19-15 Val í vil. Valsmenn komust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar með 13 stig en Þórsara sitja á botninum með 8 stig. 4.3.2005 00:01 Fram vann Aftureldingu Fram vann í kvöld heimasigur á Aftureldingu í 1. deild karla í handknattleik, 26-20. Jón Pétursson skoraði 7 mörk fyrir Fram en Ernir Arnarsson var atkvæðamestur í liði gestanna með 5 mörk. Frammarar komust með sigrinum upp að hlið FH á toppi 1. deildar með 10 stig en Afturelding er í 4. sæti með 6 stig. 4.3.2005 00:01 Víkingar unnu Eyjamenn Víkingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á ÍBV í riðli 1 í deildabikar karla knattspyrnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson kom Víkingum yfir á 5. mínútu með marki úr vítaspyrnu og átta mínútum síðar jók Hörður Bjarnason forystu Víkinga. Steingrímur Jóhanesson minnkaði muninn fyrir ÍBV á 31. mínútu en þar við sat. 4.3.2005 00:01 Rooney og Ferguson menn mánaðarins Manchester United sópaði til sín verðlaunum fyrir febrúar-mánuð í ensku úrvalsdeildinni sem voru tilkynnt í dag. Wayne Rooney var valinn leikmaður mánaðarins og Sir Alex Ferguson stjóri mánaðarins en United fékk fullt hús stiga í febrúar og minnkaði forskot Chelsea á toppi úrvalsdeildarinnar. 4.3.2005 00:01 Cheeks rekinn frá Portland Maurice Cheeks, þjálfara Portland Trailblaizers í NBA deildinni, hefur verið sagt upp störfum. 3.3.2005 00:01 Boston vann Lakers Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar helst til tíðinda að Antoine Walker spilaði sinn fyrsta leik með Boston Celtics á heimavelli síðan hann gekk til liðs við félagið á nýjan leik og leiddi það ásamt Paul Pierce til sigurs gegn Kobe Bryant og félögum í Los Angeles Lakers. 3.3.2005 00:01 Njarðvíkingar ráku Kanana Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur sagt upp samningi við bandarísku leikmennina Matt Sayman og Antony Lackey. Hvorugur þeirra leikur því með Njarðvík í síðustu umferðinni í kvöld þegar liðið mætir Haukum. 3.3.2005 00:01 Bann sett á Cantonagrímur Forráðamenn Crystal Palace hafa sett bann á Eric Cantona grímur á Selhurst Park leikvanginum á laugardaginn en Manchester United mun sækja Palace heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. 3.3.2005 00:01 Ekki nógu stöðugir Lið Njarðvíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur ákveðið að segja upp samningum við Anthony Lackey og Matt Sayman. "Það var okkar mat að þá skorti stöðugleika," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins. 3.3.2005 00:01 Tyson aftur í hringinn Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, hefur staðfest að hann muni snúa í hringinn á nýjan leik í sumar. 3.3.2005 00:01 Woods vill stytta tímabilið Kylfingurinn Tiger Woods sagði á dögunum að aðstandendur PGA mótaraðarinnar ættu að stytta keppnistímabilið til að bestu kylfingarnir myndu keppa oftar. 3.3.2005 00:01 Mellor frá út tímabilið Liverpool verður einum framherja fátækara út þessa leiktíð því Neil Mellor mun gangast undir uppskurð á báðum hnjám í dag. 3.3.2005 00:01 Knattspyrnumenn fá Óskarinn Til stendur að setja á laggirnar Óskarsverðlaunahátíð fyrir knattspyrnumenn á ráðstefnumiðstöð Wembley í London þann 19. september næstkomandi. 3.3.2005 00:01 Helm búinn að bæta stigametið Joshua Helm, leikmaður KFÍ, hefur vakið mikla athygli í vetur þótt gengi liðsins hafi ekki verið burðugt og fall í 1. deild sé staðreynd. Helm er langstigahæsti leikmaður Intersportdeildarinnar í vetur, hefur skorað 781 stig í 21 leik sem gera 37,2 stig að meðaltali í leik. 3.3.2005 00:01 Walker fékk gamla númerið aftur Antoine Walker, leikmaður Boston Celtics í NBA-körfuboltanum, er kominn með gamla númerið sitt (8) á nýjan leik. 3.3.2005 00:01 Sjö lið örugg í úrslit Sjö lið eru örugg í 8-liða úrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik en Haukar og Grindavík berjast um áttunda sætið. Haukar komast í úrslitakeppnina vinni þeir Njarðvík og ef KR sigrar Grindavík. Grindvíkingar tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á KR og þá skipta úrslitin í leik Njarðvíkur og Hauka ekki máli. 3.3.2005 00:01 Haukar náðu fyrsta sætinu Haukar náðu í gærkvöldi fyrsta sætinu í úrvalsdeild karla í handbolta þegar liðið sigraði nýkrýnda bikarmeistara ÍR með 31 marki gegn 24. Birkir Ívar Guðmundsson varði 26 skot í marki Hauka en Andri Stefan skoraði 8 mörk og Vignir Svavarsson 7. Ólafur Sigurjónsson og Fannar Þorbjörnsson voru markahæstir hjá ÍR með 6 mörk hvor. 3.3.2005 00:01 Guðjón Valur með 4 í sigurleik Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk þegar Essen sigraði Grosswallstadt 29-24 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson var markahæstur í liði Grosswallstadt með 6 mörk en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark. 3.3.2005 00:01 Íshokkímaður í lífstíðarbann Rúmenskur íshokkímaður, Bogdan Dina hjá Dinamo Búkarest, hefur verið dæmdur í lífstíðarkeppnisbann. Dina réðst á dómara í leik um helgina og lét höggin dynja á honum. Í síðasta mánuði réðst sami leikmaður á áhorfendur og aganefnd rúmenska sambandsins fannst komið nóg. 3.3.2005 00:01 23 ára Ástrali með forystu 23 ára Ástrali, Jarrod Lyle, hefur forystu eftir fyrsta hringinn á Dubai Classic mótinu í golfi en það er liður í Evrópsku mótaröðinni. Lyle lék í morgun á 4 höggum undir pari en fyrsta hring er ekki lokið. 3.3.2005 00:01 Rinus Michels látinn Einn frægasti knattspyrnuþjálfari síðari ára, Hollendingurinn Rinus Michels, lést í gær, 77 ára að aldri. Michels, sem kallaður var „hershöfðinginn“, stýrði liði Hollendinga í úrslitum á HM 1974 og gerði Hollendinga að Evrópumeisturum 1988. 3.3.2005 00:01 Owen í byrjunarliðinu á ný Michael Owen var í byrjunarliði Real Madrid er liðið vann Real Betis í gær. Owen þakkaði pent fyrir sig og skoraði fyrsta mark leiksins sem setti tóninn fyrir Madrid-liðið. 3.3.2005 00:01 "Hershöfðinginn" lést í nótt Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Rinus Michels lést í nótt. Hann var 77 ára gamall. 3.3.2005 00:01 Báðir kanar Njarðvíkur á heimleið Njarðvíkingar hafa ákveðið að skipta um báða Bandaríkjamennina í sínu liði og eru þeir Matt Sayman og Anthony Lackey því á heimleið. Það er aðeins vika í að úrslitakeppnin hefst og því er tímasetning þessarra breytinga ekki góð en tölfræðin sýnir af hverju hún var nauðsynleg ætli liðið sér að vinna Íslandsmeistaratitlinn í 13. skiptið. 3.3.2005 00:01 Engin værukærð gegn Man. Utd. Leikmenn ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan ætla sér að halda einbeitingunni í lagi fyrir seinni leikinn gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu. 3.3.2005 00:01 Formaður KSÍ á Sýn í kvöld Íþróttaumræðuþátturinn "Þú ert í beinni" með Valtý Birni Valtýssyni ásamt Hans Steinari Bjarnasyni og Böðvari Bergs er á dagskrá Sýnar í kvöld. Þangað mætir formaður knattspyrnusambands Íslands, Eggert Magnússon og mun hann sitja fyrir svörum þáttarstjórnenda en sjónvarpsáhorfendur fá einnig tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr. 3.3.2005 00:01 Öll NHL-liðin seld? Tvö fyrirtæki, Bain Capital Partners og Game Plan International, hafa gert amerísku íshokkídeildinni NHL tilboð í kaup á öllum 30 liðum deildarinnar fyrir um tvo milljarða Bandaríkjadala. 3.3.2005 00:01 Mourinho er hrokagikkur Manuel Almunia, markvörður Arsenal, segir að Jose Mourinho sé hrokagikkur eftir hegðun hans á úrslitaleiknum í Carling Cup bikarkeppninni þar sem lið hans, Chelsea, bar sigurorð af Liverpool, 3-2. 3.3.2005 00:01 United-maður í eins árs fangelsi Daninn Mads Timm, einn af framherjum Manchester United, var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir vítavert gáleysi við akstur. 3.3.2005 00:01 Robinson ekki til sölu Paul Robinson er alls ekki til sölu. Þetta ítrekaði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, í viðtali í dag 3.3.2005 00:01 Damon í nýtt lið á Spáni Damon Johnson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur fært sig um set á Spáni og mun klára tímabilið með Lagun Aro Bilbao-liðinu eftir að hafa misst sæti sitt í liði Caja San Fernando Sevilla. Damon lék sinn fyrsta leik um helgina og skoraði 17 stig í 90-92 tapi fyrir toppliði Tau Ceramica Vitoria á útivelli. 3.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
O´Neal með á ný eftir meiðsli Shaquille O´Neal lék á ný með Miami Heat gegn New Jersey Nets á útivelli í NBA-körfuboltanum í nótt. 4.3.2005 00:01
Wigan samdi við Kavanagh Lið Wigan í ensku 1. deildinni í knattspyrnu samdi við Graham Kavanagh, leikmann Cardiff City, rétt eftir hádegi í dag. 4.3.2005 00:01
Framtíð Glenn Hoddle óráðin? Forráðamenn Wolverhampton hafa ítrekað við fjölmiðla að framtíð knattspyrnustjórans Glenn Hoddle hjá liðinu verði ekki rædd fyrr en eftir að tímabilinu lýkur. 4.3.2005 00:01
Eiður ekki ölvaður undir stýri Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður með Chelsea og fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sem upp kom þegar hann var stöðvaður af lögreglu, grunaður um ölvun við akstur. Hún er svohlljóðandi: „Niðurstaða blóðprufu hefur staðfest að ég var ekki undir áhrifum áfengis þegar lögregla í Lundúnum stöðvaði bíl minn á heimleið aðfararnótt sunnudags í febrúar. 4.3.2005 00:01
KSÍ hefur grætt rúmar 6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands keypti hlutabréf í KB banka fyrir um 100 milljónir í hlutafjárútboði í október á síðasta ári. Þau hafa hækkað um 6,25% síðan þá. 4.3.2005 00:01
Wright Phillips frá í tvo mánuði Shaun Wright-Phillips, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, verður frá keppni í allt að tvo mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Norwich á mánudaginn síðasta. 4.3.2005 00:01
Gauti komst ekki áfram Gauti Jóhannesson, millivegalengdarhlaupari úr UMSB, féll í dag úr keppni í 1500 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu innanhúss, sem fram í Madríd. Gauti hljóp á 3 mínútum og 50.67 sekúndum í undanrásarriðli 1, sem er nokkuð frá hans besta. Gauti varð í 11. sæti í sínum riðli og 22. sæti samtals. 4.3.2005 00:01
Davenport og Jankovic í úrslit Hin bandaríska Lindsay Davenport mætir Jelenu Jankovic frá Serbíu- og Svartfjallalandi í úrslitum á tennismóti sem fram fer í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Davenport sigraði Patty Schnyder frá Sviss, 4-6, 7-5 og 6-1 eftir að sú síðarnefnda hafði verið í kjörstöðu með forystuna 6-4 og 5-4 í öðru settinu. 4.3.2005 00:01
Gasol að ná sér af meiðslunum Miðherji Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, hinn spænski Pau Gasol, er tilbúinn að mæta á æfingar á nýjan leik eftir að læknar liðsins skoðuðu vinstri fótlegg hans í dag. Gasol meiddist nokkuð illa 25. janúar síðastliðinn og var búist við að hann yrði lengi frá en bati hans hefur verið betri en forráðamenn Grizzlies þorðu að vona. 4.3.2005 00:01
Gustavson skrifar undir á morgun Sænski knattspyrnumaðurinn Erik Gustavson mun um hádegisbilið á morgun skrifa formlega undir samning við Fylkismenn, en ákveðið var að fá Gustavsson til félagsins fyrir nokkru síðan eftir að hann hafði dvalið hjá félaginu við æfingar. Samningur Gustavson mun gilda út komandi keppnistímabil í úrvalsdeildinni. 4.3.2005 00:01
Annað gull Klassen Cindy Klassen frá Kanada vann í dag sín önnur gullverðlaun á heimsbikarmóti í skautahlaupi sem fram fer í Inzell í Þýskalandi. Klassen vann 3000 metra skautahlaupið á 4:10.37 mínútum en heimastúlkan Claudia Pechstein varð önnur á 4:10.89. Landa Klasssen, Clara Hughes, varð svo þriðja á 4:11.97. 4.3.2005 00:01
Armstrong á leið til Frakklands Hjólreiðarmaðurinn þrautseigi, Lance Armstrong frá Bandaríkjunum, kemur á morgun til Frakklands til þess að hefja formlega undirbúning sinn undir hina víðfrægu Tour de France-keppni sem hefst í júlí. Armstrong, sem hefur sigrað keppnina sex ár í röð, mun taka þátt í París-Nice keppninni sem hefst á sunnudaginn. 4.3.2005 00:01
Safin jafnaði metin fyrir Rússa Rússinn Marat Safin, sem vann opna ástralska meistaramótið fyrir skömmu, vann í dag Adrian Garcia frá Chile 6-1, 3-6, 6-3 og 7-6 og jafnaði þar með metin í viðureign þjóðanna í fyrstu umferð Davis-keppninnar í tennis sem fram fer í Moskvu. 4.3.2005 00:01
Kluft sigraði í fimmtarþraut Ólympíu- og heimsmeistarinn í sjöþraut, hin sænska Carolina Kluft, vann í dag fyrstu gullverðlaunin á heimsmeistaramótinu innanhúss er hún vann fimmtarþraut með 4,948 stig. Kluft leiddi eftir fjórar þrautir og þurfti að hlaupa 800 metrana í lokin á undir 2:10.40 mínútum. Það tókst henni og gott betur, hljóp á 2:13.47. 4.3.2005 00:01
Góður sigur Valsmanna Valsmenn unnu í kvöld góðan sigur á Þórsurum í DHL-deild karla í handbolta. Lokatölur urðu 36-29 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 19-15 Val í vil. Valsmenn komust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar með 13 stig en Þórsara sitja á botninum með 8 stig. 4.3.2005 00:01
Fram vann Aftureldingu Fram vann í kvöld heimasigur á Aftureldingu í 1. deild karla í handknattleik, 26-20. Jón Pétursson skoraði 7 mörk fyrir Fram en Ernir Arnarsson var atkvæðamestur í liði gestanna með 5 mörk. Frammarar komust með sigrinum upp að hlið FH á toppi 1. deildar með 10 stig en Afturelding er í 4. sæti með 6 stig. 4.3.2005 00:01
Víkingar unnu Eyjamenn Víkingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á ÍBV í riðli 1 í deildabikar karla knattspyrnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson kom Víkingum yfir á 5. mínútu með marki úr vítaspyrnu og átta mínútum síðar jók Hörður Bjarnason forystu Víkinga. Steingrímur Jóhanesson minnkaði muninn fyrir ÍBV á 31. mínútu en þar við sat. 4.3.2005 00:01
Rooney og Ferguson menn mánaðarins Manchester United sópaði til sín verðlaunum fyrir febrúar-mánuð í ensku úrvalsdeildinni sem voru tilkynnt í dag. Wayne Rooney var valinn leikmaður mánaðarins og Sir Alex Ferguson stjóri mánaðarins en United fékk fullt hús stiga í febrúar og minnkaði forskot Chelsea á toppi úrvalsdeildarinnar. 4.3.2005 00:01
Cheeks rekinn frá Portland Maurice Cheeks, þjálfara Portland Trailblaizers í NBA deildinni, hefur verið sagt upp störfum. 3.3.2005 00:01
Boston vann Lakers Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar helst til tíðinda að Antoine Walker spilaði sinn fyrsta leik með Boston Celtics á heimavelli síðan hann gekk til liðs við félagið á nýjan leik og leiddi það ásamt Paul Pierce til sigurs gegn Kobe Bryant og félögum í Los Angeles Lakers. 3.3.2005 00:01
Njarðvíkingar ráku Kanana Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur sagt upp samningi við bandarísku leikmennina Matt Sayman og Antony Lackey. Hvorugur þeirra leikur því með Njarðvík í síðustu umferðinni í kvöld þegar liðið mætir Haukum. 3.3.2005 00:01
Bann sett á Cantonagrímur Forráðamenn Crystal Palace hafa sett bann á Eric Cantona grímur á Selhurst Park leikvanginum á laugardaginn en Manchester United mun sækja Palace heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. 3.3.2005 00:01
Ekki nógu stöðugir Lið Njarðvíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur ákveðið að segja upp samningum við Anthony Lackey og Matt Sayman. "Það var okkar mat að þá skorti stöðugleika," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins. 3.3.2005 00:01
Tyson aftur í hringinn Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, hefur staðfest að hann muni snúa í hringinn á nýjan leik í sumar. 3.3.2005 00:01
Woods vill stytta tímabilið Kylfingurinn Tiger Woods sagði á dögunum að aðstandendur PGA mótaraðarinnar ættu að stytta keppnistímabilið til að bestu kylfingarnir myndu keppa oftar. 3.3.2005 00:01
Mellor frá út tímabilið Liverpool verður einum framherja fátækara út þessa leiktíð því Neil Mellor mun gangast undir uppskurð á báðum hnjám í dag. 3.3.2005 00:01
Knattspyrnumenn fá Óskarinn Til stendur að setja á laggirnar Óskarsverðlaunahátíð fyrir knattspyrnumenn á ráðstefnumiðstöð Wembley í London þann 19. september næstkomandi. 3.3.2005 00:01
Helm búinn að bæta stigametið Joshua Helm, leikmaður KFÍ, hefur vakið mikla athygli í vetur þótt gengi liðsins hafi ekki verið burðugt og fall í 1. deild sé staðreynd. Helm er langstigahæsti leikmaður Intersportdeildarinnar í vetur, hefur skorað 781 stig í 21 leik sem gera 37,2 stig að meðaltali í leik. 3.3.2005 00:01
Walker fékk gamla númerið aftur Antoine Walker, leikmaður Boston Celtics í NBA-körfuboltanum, er kominn með gamla númerið sitt (8) á nýjan leik. 3.3.2005 00:01
Sjö lið örugg í úrslit Sjö lið eru örugg í 8-liða úrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik en Haukar og Grindavík berjast um áttunda sætið. Haukar komast í úrslitakeppnina vinni þeir Njarðvík og ef KR sigrar Grindavík. Grindvíkingar tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á KR og þá skipta úrslitin í leik Njarðvíkur og Hauka ekki máli. 3.3.2005 00:01
Haukar náðu fyrsta sætinu Haukar náðu í gærkvöldi fyrsta sætinu í úrvalsdeild karla í handbolta þegar liðið sigraði nýkrýnda bikarmeistara ÍR með 31 marki gegn 24. Birkir Ívar Guðmundsson varði 26 skot í marki Hauka en Andri Stefan skoraði 8 mörk og Vignir Svavarsson 7. Ólafur Sigurjónsson og Fannar Þorbjörnsson voru markahæstir hjá ÍR með 6 mörk hvor. 3.3.2005 00:01
Guðjón Valur með 4 í sigurleik Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk þegar Essen sigraði Grosswallstadt 29-24 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Einar Hólmgeirsson var markahæstur í liði Grosswallstadt með 6 mörk en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark. 3.3.2005 00:01
Íshokkímaður í lífstíðarbann Rúmenskur íshokkímaður, Bogdan Dina hjá Dinamo Búkarest, hefur verið dæmdur í lífstíðarkeppnisbann. Dina réðst á dómara í leik um helgina og lét höggin dynja á honum. Í síðasta mánuði réðst sami leikmaður á áhorfendur og aganefnd rúmenska sambandsins fannst komið nóg. 3.3.2005 00:01
23 ára Ástrali með forystu 23 ára Ástrali, Jarrod Lyle, hefur forystu eftir fyrsta hringinn á Dubai Classic mótinu í golfi en það er liður í Evrópsku mótaröðinni. Lyle lék í morgun á 4 höggum undir pari en fyrsta hring er ekki lokið. 3.3.2005 00:01
Rinus Michels látinn Einn frægasti knattspyrnuþjálfari síðari ára, Hollendingurinn Rinus Michels, lést í gær, 77 ára að aldri. Michels, sem kallaður var „hershöfðinginn“, stýrði liði Hollendinga í úrslitum á HM 1974 og gerði Hollendinga að Evrópumeisturum 1988. 3.3.2005 00:01
Owen í byrjunarliðinu á ný Michael Owen var í byrjunarliði Real Madrid er liðið vann Real Betis í gær. Owen þakkaði pent fyrir sig og skoraði fyrsta mark leiksins sem setti tóninn fyrir Madrid-liðið. 3.3.2005 00:01
"Hershöfðinginn" lést í nótt Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Rinus Michels lést í nótt. Hann var 77 ára gamall. 3.3.2005 00:01
Báðir kanar Njarðvíkur á heimleið Njarðvíkingar hafa ákveðið að skipta um báða Bandaríkjamennina í sínu liði og eru þeir Matt Sayman og Anthony Lackey því á heimleið. Það er aðeins vika í að úrslitakeppnin hefst og því er tímasetning þessarra breytinga ekki góð en tölfræðin sýnir af hverju hún var nauðsynleg ætli liðið sér að vinna Íslandsmeistaratitlinn í 13. skiptið. 3.3.2005 00:01
Engin værukærð gegn Man. Utd. Leikmenn ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan ætla sér að halda einbeitingunni í lagi fyrir seinni leikinn gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu. 3.3.2005 00:01
Formaður KSÍ á Sýn í kvöld Íþróttaumræðuþátturinn "Þú ert í beinni" með Valtý Birni Valtýssyni ásamt Hans Steinari Bjarnasyni og Böðvari Bergs er á dagskrá Sýnar í kvöld. Þangað mætir formaður knattspyrnusambands Íslands, Eggert Magnússon og mun hann sitja fyrir svörum þáttarstjórnenda en sjónvarpsáhorfendur fá einnig tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr. 3.3.2005 00:01
Öll NHL-liðin seld? Tvö fyrirtæki, Bain Capital Partners og Game Plan International, hafa gert amerísku íshokkídeildinni NHL tilboð í kaup á öllum 30 liðum deildarinnar fyrir um tvo milljarða Bandaríkjadala. 3.3.2005 00:01
Mourinho er hrokagikkur Manuel Almunia, markvörður Arsenal, segir að Jose Mourinho sé hrokagikkur eftir hegðun hans á úrslitaleiknum í Carling Cup bikarkeppninni þar sem lið hans, Chelsea, bar sigurorð af Liverpool, 3-2. 3.3.2005 00:01
United-maður í eins árs fangelsi Daninn Mads Timm, einn af framherjum Manchester United, var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir vítavert gáleysi við akstur. 3.3.2005 00:01
Robinson ekki til sölu Paul Robinson er alls ekki til sölu. Þetta ítrekaði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, í viðtali í dag 3.3.2005 00:01
Damon í nýtt lið á Spáni Damon Johnson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur fært sig um set á Spáni og mun klára tímabilið með Lagun Aro Bilbao-liðinu eftir að hafa misst sæti sitt í liði Caja San Fernando Sevilla. Damon lék sinn fyrsta leik um helgina og skoraði 17 stig í 90-92 tapi fyrir toppliði Tau Ceramica Vitoria á útivelli. 3.3.2005 00:01