Sport

Cardiff í fjárhagskröggum

Lið Cardiff City í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, á í miklum fjárhagsörðugleikum um þessar mundir. Allar líkur eru á að liðið neyðist til að selja fyrirliðann Graham Kavanagh til að brúa bilið. Samkvæmt fréttum frá Bretlandi hefur lið Wigan gert Cardiff tilboð upp á 400 þúsund punda í Kavanagh en Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, staðfesti í viðtali í gær að liðið væri einnig á höttunum eftir Nicky Forster frá Reading. Graham Kavanagh, sem er írskur landsliðsmaður, var keyptur á 1 milljón punda árið 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×