Sport

Williams vill Tyson aftur

Breski hnefaleikakappinn Danny Williams hefur farið þess á leit við Mike Tyson að þeir mætist á nýjan leik í hringnum. Williams vann Tyson á síðasta ári en beið síðan lægri hlut fyrir Úkraínumanninum Vitali Klitschko. "Ég er búinn að setja upp áskorun á heimasíðunni minni og í Bandarískum tímaritum. Vonandi er hann til í slaginn," sagði Williams. Að sögn Williams eru aðrir bardagar einnig í burðarliðnum. "Það gæti farið svo að ég myndi mæta Matt Skelton sem er nýr WBU-meistari," sagði Williams sem sagði að Skelton væri verðugur andstæðingur. "Aðferðir hans er ólíkar því sem þekkist og hann er með sérstakan stíl." Mike Tyson hefur ekki svarað áskoruninni en hann tilkynnti nýlega að hann myndi snúa í hringinn á ný í júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×