Sport

Jafnt hjá Villa og Boro

Jafnt er í hálfleik í leik Aston Villa og Middlesbrough á heimavelli hinna fyrrnefndu í ensku úrvalsdeildinni. Jafnræði hefur verið með liðunum og hafa fá marktækifæri litið dagsins ljós. Bæði lið sigla tiltölulega lygnan sjó í deildinni, en Boro getur með sigri komist upp fyrir Liverpool í 5. sæti deildarinnar. Liverpool á þó þrjá leiki til góða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×