Sport

Wenger vill stórstjörnur

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal hefur gefið það út að hann muni aðeins leitast við að kaupa stórstjörnur til liðsins í sumar þegar opnar fyrir leikmannaskiptagluggann á ný. Wenger segist ekki vilja styggja ungu leikmennina sem hafa staðið sig vel hjá liðinu í ár með því að kaupa leikmenn sem muni koma inn í stað þeirra, því það myndi eyðileggja andann í liðinu. "Við munum aðeins fá til okkar heimsklassa leikmenn sem geta fært okkur eitthvað alveg sérstakt", sagði Wenger, sem mun væntanlega hafa rúmlega 20 milljónir punda úr að spila til að styrkja liðið í sumar, þrátt fyrir að liðið hafi þurft að sýna nokkurt aðhald í fjármálum undanfarið vegna vallarbyggingar sem stendur yfir hjá félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×