Fleiri fréttir

Haukar lögðu Fram

Einn leikur var í Norðurriðli DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld. Fram tapaði heima gegn Haukum 34-33. Með sigrinum eru Haukar á toppi riðilsins með 17 stig, en Fram er í fjórða sæti með 10.

Gerrard hetja Liverpool

Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram.

Besti handboltamaður heims

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stendur fyrir kosningu á heimasíðu sinni þessa dagana um besta handknattleiksmann heims. Ólafur Stefánsson er einn þeirra leikmanna sem kemur til greina í kjörinu.

Tottenham enn að skoða tilboðið

Tottenham Hotspurs er enn að skoða gagntilboð FH-inga í knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson. Eins og við sögðum frá í gær þá liggur á borðinu samningur Emils og Tottenham til 30 mánaða með tólf mánaða framlengingu. Félögin hafa ekki komist að samkomulagi um kaupverð en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá ber mikið í milli.

Guðjón enn inni í myndinni

Keflvíkingar eru enn ekki búnir að útiloka að Guðjón Þórðarson taki við liðinu í Landsbankadeildinni í fótbolta næsta sumar. Forráðamenn liðsins búast við að heyra í Guðjóni í dag eða á morgun. Keflvíkingar eru með fjóra þjálfara í sigtinu og Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnudeildar, segir einn af þeim vera útlending.

Hoddle tekur við Úlfunum

Glenn Hoddle hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska fyrstu deildarliðsins Wolverhampton Wanderers. Hoddle hefur verið atvinnulaus frá því hann var rekinn frá Tottenham í september á síðasta ári. Hoddle þjálfaði á sínum tíma enska landsliðið.

8-liða úrslit í handboltanum

Einn leikur er í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld. KA og ÍBV mætast í KA-heimilinu klukkan 19.15.

ÍS lagði Njarðvík

ÍS lagði Njarðvík að velli 56-52 í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 18 stig fyrir Stúdínur en Jamie Woudstra 25 fyrir Njarðvík. ÍS er í öðru til þriðja sæti ásamt Grindavík með tólf stig, Njarðvík er í næstneðsta sæti með fjögur stig.

Kidd með góðan leik

Jason Kidd lék fyrsta leik sinn á tímabilinu með New Jersey Nets eftir meiðsli og átti stóran þátt í sigri liðsins gegn Toronto Raptors 88-86. Richard Jefferson skoraði sigurkörfuna sjö sekúndum fyrir leikslok eftir sendingu Kidds. Kidd skoraði 10 stig, tók sex fráköst og átti þrjár stoðsendingar en hann lék í 21 mínútu.

Kýldi mann og fékk 5 leikja bann

Michael Mols, leikmaður Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að kýla leikmann Graafschap Doetinchem í síðasta mánuði.

Jason Kidd með á ný

Jason Kidd lék sinn fyrsta leik með New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld, þegar liðið mætti Toronto Raptors, en Kidd missti af fyrstu 18 leikjum tímabilsins vegna hnémeiðsla.

Fyrrum leikmaður Rockets sýknaður

Calvin Murphy, fyrrum leikmaður Houston Rockets í NBA-körfuboltanum, var sýknaður af ákæru fimm dætra sinna um að hafa misnotað þær kynferðislega.

Hoddle tekur við Wolves

Forráðamenn Wolves hafa tilkynnt að Glenn Hoddle sé tekinn við stöðu knattspyrnustjóra hjá liðinu.

Maradona kominn heim

Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona er komið aftur til síns heima í Argentínu eftir að hafa verið í þrjá mánuði í meðferð á Kúbu.

Aresnal að rúlla yfir Rosenborg

Þá er kominn hálfleikur í leikina átta í síðustu umferð Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Í E-riðli er Arsenal 4-1 yfir gegn Rosenborg á Highbury í hálfleik. Jose Antonio Reyes, Thierry Henry og Francesc Fabregas komu Arsenal í þrjú núll, en Erik Hoftun minnkaði muninn eftir skelfileg mistök hjá Manuel Almunia markverði Skyttnanna. Robert Pires skoraði svo fjórða markið úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir hálfleik.

Keflavík tapaði gegn Bakken Bears

Keflavík tapaði með fjórtán stiga mun, 104-90, gegn danska liðinu Bakken Bears í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í dag. Magnús Gunnarson var stigahæstur Keflvíkinga í með 27 stig en Anthony Glover kom næstur með 26.

Meza úrskurðaður heiladauður

Carlos Meza, boxari frá Kólumbíu, var í dag úrskurðaður heiladauður, fjórum dögum eftir að hann var rotaður í 12. lotu í bardaga gegn Ricardo Cordoba, en Maza komst aldrei til meðvitundar eftir rothöggið.

Serbi finnur Þróttarann í sér

Knattspyrnufélagið Þróttur hefur samið til tveggja ára við serbneskan leikmann, Dusan Jaic að nafni, um að hann leiki með liðinu í efstu deild næsta sumar.

Úrslit úr Meistaradeildinni

Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok.

Tottenham býður í Emil

Tottenham Hotspurs hefur gert tilboð í Emil Hallfreðsson leikmann FH. FH-ingar hafa þegar sent gagntilboð til enska félagsins sem þeir eru að skoða. Emil æfði með Tottenham í viku en hann kom heim um helgina. Emil hefur þegar farið í læknisskoðun hjá liðinu og stóðst hana. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru miklar líkur á því að samningar takist.

Stórliðin mæta neðrideildarliðum

Dregið var í gær í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu margir athyglisverðir leikir eru á dagskrá. Bikarmeistarar Manchester United fá utandeildarliðið Exeter í heimsókn, Íslendingaliðið Stoke City leikur gegn Arsenal á Highbury, Chelsea á heimaleik gegn Scunthorpe, utandeildarliðið Yaeding tekur á móti Newcastle, Burnley og Liverpool eigast við, Watford og Fulham mætast, Charlton fékk Rochdale á heimavelli, Ipswich tekur á móti Bolton og Tottenham mætir Brighton. Leikirnir verða 8 og níunda janúar næstkomandi og fjölmargir leikir verða í beinni útsendingu á Sýn.

Arnar með sigurmarkið

Arnar Grétarsson skoraði sigurmark Lokeren í 1-0 sigri á Oostene í belgísku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Marel Baldvinsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og fékk vítaspyrnuna sem Arnar skoraði úr. Arnar Þór Viðarsson lék allan tímann með Lokeren sem er í áttunda sæti eftir sigurinn.

Jafntefli hjá Real Madrid

Real Madrid tókst aðeins að brúa bilið á Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Real gerði markalaust jafntefli gegn Villareal á útivelli. Barelona er með níu stiga forystu. Liðið er með 35 stig eftir 14 umferðir. Real madrid og Espanyol eru með 26 stig. Espanyol vann góðan 1-0 útisigur á Real Zaragoza.

Missti fingur við fögnuð

Paulo Diogo leikmaður Servette missti fingur í leik liðsins gegn Schafthausen í svissneska boltanum í gær. Diogo lagði upp þriðja mark liðsins og fagnaði því mikið og stökk upp á járngirðingu og festi baugfingurinn í henni. Fingurinn var mjög illa farin og þurftu læknar að fjarlægja hann á sjúkrahúsi eftir leikinn.

Ætlum að vinna riðilinn

Keflvíkingar mæta Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í Árósum í kvöld.

Nistelrooy hvíldur gegn Fenerbahce

Manchester United mun hvíla Ruud van Nistelrooy í lokaleik liðsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem fram fer á miðvikudaginn.

Nike-auglýsing bönnuð í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa bannað sýningar á Nike-auglýsingu þar sem sjá má Lebron James, leikmann Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum, í slagsmálum við teiknaðan kung-fu bardagalistamann.

Missti fingur í fagnaðarlátum

Leikmaður í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, neyddist til að láta fjarlægja hluta af fingri eftir leik á sunnudaginn.

Button ökumaður ársins

Ökuþórinn Jenson Button var valinn ökumaður ársins af lesendum Autosport-blaðsins.

Savage sendir aðdáendum tóninn

Robbie Savage, miðjumaðurinn knái hjá Birmingham, sendi áhangendum liðsins tóninn á dögunum en margir hafa heimtað að Savage verði seldur þegar opnað verður fyrir leikmannaskipti í byrjun næsta árs.

Spánn vann Davis Cup

Hinn spænski Carlos Moya vann Bandaríkjamanninn Andy Roddick í fyrrakvöld og tryggði Spánverjum þar með sigurinn í Davis Cup.

Liðið stendur og fellur með mér

Fjórir riðlar í meistaradeildinni í fótbolta ljúka keppni í kvöld og verður þá ljóst hvaða átta lið fara upp úr þessum fjórum riðlum. Fimm lið, PSV Eindhoven, AC Milan, Barcelona, Internazionale og Chelsea eru örugg áfram í sextán liða úrslit. Hart er barist um hin þrjú sætin sem í boði eru.

Campbell framlengir hjá Arsenal

Varnarmaður Englandsmeistara Arsenal í ensku knattspyrnunni, Sol Campbell, staðfesti við breska fjölmiðla í dag að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið innan 2 vikna.  Talsverð óvissa hefur ríkt um framtíð enska landsliðsmannsins hjá félaginu þar sem ekki náðust samningar á milli beggja aðila um nýjan samning þegar ár lifði af núgildandi samningi.

Zola segir sorrí

Gianfranco Zola, fyrrum leikmaður og sá dáðasti allra tíma hjá Chelsea sem nú leikur með Cagliari í Serie A í ítölsku knattspyrnunni er alltaf sami herramaðurinn inni við beinið og er fyrstur til að viðurkenna mistök sín. Zola lét nokkur vafasöm orð falla í garð Juventus í viðtali við ítalska fjölmiðla í síðustu viku.

Viduka kemur Middlesbrough yfir

Einn leikur stendur nú yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Middlesbrough er 1 - 0 yfir gegn Manchester City og skoraði Mark Viduka fyrir Boro strax á 9. mínútu. Leikurinn hófst klukkan 20.00. Þá er einn leikur í gangi í 1.deild kvenna í körfubolta. Kl 19:30 hófst leikur ÍS og UMFN og er staðan 40:21 fyrir ÍS.

Fowler búinn að jafna fyrir City

Einn leikur stendur nú yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Middlesbrough komst 1 - 0 yfir gegn Manchester City og skoraði Mark Viduka fyrir Boro strax á 9. mínútu. Robbie Fowler náði hins vegar að jafna metin fyrir City og er staðan 1-1 í hálfleik. Þá er einn leikur í gangi í 1.deild kvenna í körfubolta. Njarðvík leiðir gegn ÍS, 46:48.

O Neal byrjaður að mæta á æfingar

Jermaine O Neal, leikmaður Indiana Pacers í NBA körfuboltanum sneri aftur til æfinga í dag í fyrsta sinn síðan hann var úrskurðaður í 25 leikja bann í lok nóvember. O Neal er einn þriggja leikmanna Pacers sem settir voru í löng leikbönn vegna þátttöku sinnar í hópslagsmálunum margfrægu við áhorfendur í Detroit 19. nóvember sl. Hann tjáði sig ekki við fjölmiðla.

Naumur sigur Stúdína í 1. deild

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem ÍS sigraði Njarðvík í sveiflukenndum leik, 56-52. Eftir að hafa verið 40:21 undir í hálfleik náðu Njarðvíkurstúlkur að komast yfir, 46:48 eftir þriðja leikhluta en Stúdínur sneru dæminu við og náðu að sigla yfir í lokin og tylltu sér það með í 2. sæti deildarinnar.

Middlesbrough lagði City

Middlesbrough heldur áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 3-2 sigri á Man City í kvöld og er nú í 5. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Man Utd. Mark Viduka skoraði tvö marka Boro í kvöld og Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði sigurmarkið. Robbie Fowler náði að jafna fyrir City í 1-1 á 39. mínútu og Bradley Wright-Phillips minnkaði muninn fyrir City í 3-2.

Grindavík lagði KFÍ

Grindavík vann KFÍ 116-94 í Intersportdeildinni í körfuknattleik á Ísafirði í gær. Páll Axel Vilbergsson skoraði 36 stig og Darrel Lewis 31 fyrir Grindavík en Josua Helm skoraði 46 stig fyrir KFÍ.

HK sigraði Þrótt Reykjavík

HK sigraði Þrótt Reykjavík 3-1 í 1. deild karla í blaki í gær. Þróttur vann fyrstu hrinuna en HK-menn unnu síðan þrjár hrinur í röð. Í 1. deild kvenna vann Þróttur í Neskaupstað Fylki 3-1.

Hafnarfjarðarslagur hjá konunum

Þrír leikir verða í DHL-deild kvenna í handbolta í dag. Klukkan 14 keppa Fram og Valur og Grótta/KR og Víkingur. Klukkan 17.30 mætast svo Haukar og FH.

Úrslitin í NBA í gær

Þrettán leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Dirk Nowitsky skoraði 30 stig þegar Dallas burstaði Utah 109-86. Tim Duncan skoraði 20 stig í stórsigri San Antonio Spurs á Milwaukee 104-83.

Sjá næstu 50 fréttir