Fleiri fréttir Haukar lögðu Fram Einn leikur var í Norðurriðli DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld. Fram tapaði heima gegn Haukum 34-33. Með sigrinum eru Haukar á toppi riðilsins með 17 stig, en Fram er í fjórða sæti með 10. 8.12.2004 00:01 Gerrard hetja Liverpool Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. 8.12.2004 00:01 Besti handboltamaður heims Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stendur fyrir kosningu á heimasíðu sinni þessa dagana um besta handknattleiksmann heims. Ólafur Stefánsson er einn þeirra leikmanna sem kemur til greina í kjörinu. 7.12.2004 00:01 Tottenham enn að skoða tilboðið Tottenham Hotspurs er enn að skoða gagntilboð FH-inga í knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson. Eins og við sögðum frá í gær þá liggur á borðinu samningur Emils og Tottenham til 30 mánaða með tólf mánaða framlengingu. Félögin hafa ekki komist að samkomulagi um kaupverð en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá ber mikið í milli. 7.12.2004 00:01 Guðjón enn inni í myndinni Keflvíkingar eru enn ekki búnir að útiloka að Guðjón Þórðarson taki við liðinu í Landsbankadeildinni í fótbolta næsta sumar. Forráðamenn liðsins búast við að heyra í Guðjóni í dag eða á morgun. Keflvíkingar eru með fjóra þjálfara í sigtinu og Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnudeildar, segir einn af þeim vera útlending. 7.12.2004 00:01 Hoddle tekur við Úlfunum Glenn Hoddle hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska fyrstu deildarliðsins Wolverhampton Wanderers. Hoddle hefur verið atvinnulaus frá því hann var rekinn frá Tottenham í september á síðasta ári. Hoddle þjálfaði á sínum tíma enska landsliðið. 7.12.2004 00:01 8-liða úrslit í handboltanum Einn leikur er í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld. KA og ÍBV mætast í KA-heimilinu klukkan 19.15. 7.12.2004 00:01 ÍS lagði Njarðvík ÍS lagði Njarðvík að velli 56-52 í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 18 stig fyrir Stúdínur en Jamie Woudstra 25 fyrir Njarðvík. ÍS er í öðru til þriðja sæti ásamt Grindavík með tólf stig, Njarðvík er í næstneðsta sæti með fjögur stig. 7.12.2004 00:01 Kidd með góðan leik Jason Kidd lék fyrsta leik sinn á tímabilinu með New Jersey Nets eftir meiðsli og átti stóran þátt í sigri liðsins gegn Toronto Raptors 88-86. Richard Jefferson skoraði sigurkörfuna sjö sekúndum fyrir leikslok eftir sendingu Kidds. Kidd skoraði 10 stig, tók sex fráköst og átti þrjár stoðsendingar en hann lék í 21 mínútu. 7.12.2004 00:01 Kýldi mann og fékk 5 leikja bann Michael Mols, leikmaður Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að kýla leikmann Graafschap Doetinchem í síðasta mánuði. 7.12.2004 00:01 Rossi ráðinn þjálfari Atalanta Ítalska liðið Atalanta hefur ráðið Delio Rossi sem aðalþjálfara liðsins. 7.12.2004 00:01 Jason Kidd með á ný Jason Kidd lék sinn fyrsta leik með New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld, þegar liðið mætti Toronto Raptors, en Kidd missti af fyrstu 18 leikjum tímabilsins vegna hnémeiðsla. 7.12.2004 00:01 Fyrrum leikmaður Rockets sýknaður Calvin Murphy, fyrrum leikmaður Houston Rockets í NBA-körfuboltanum, var sýknaður af ákæru fimm dætra sinna um að hafa misnotað þær kynferðislega. 7.12.2004 00:01 Hoddle tekur við Wolves Forráðamenn Wolves hafa tilkynnt að Glenn Hoddle sé tekinn við stöðu knattspyrnustjóra hjá liðinu. 7.12.2004 00:01 Maradona kominn heim Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona er komið aftur til síns heima í Argentínu eftir að hafa verið í þrjá mánuði í meðferð á Kúbu. 7.12.2004 00:01 Aresnal að rúlla yfir Rosenborg Þá er kominn hálfleikur í leikina átta í síðustu umferð Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Í E-riðli er Arsenal 4-1 yfir gegn Rosenborg á Highbury í hálfleik. Jose Antonio Reyes, Thierry Henry og Francesc Fabregas komu Arsenal í þrjú núll, en Erik Hoftun minnkaði muninn eftir skelfileg mistök hjá Manuel Almunia markverði Skyttnanna. Robert Pires skoraði svo fjórða markið úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir hálfleik. 7.12.2004 00:01 Keflavík tapaði gegn Bakken Bears Keflavík tapaði með fjórtán stiga mun, 104-90, gegn danska liðinu Bakken Bears í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í dag. Magnús Gunnarson var stigahæstur Keflvíkinga í með 27 stig en Anthony Glover kom næstur með 26. 7.12.2004 00:01 Meza úrskurðaður heiladauður Carlos Meza, boxari frá Kólumbíu, var í dag úrskurðaður heiladauður, fjórum dögum eftir að hann var rotaður í 12. lotu í bardaga gegn Ricardo Cordoba, en Maza komst aldrei til meðvitundar eftir rothöggið. 7.12.2004 00:01 Serbi finnur Þróttarann í sér Knattspyrnufélagið Þróttur hefur samið til tveggja ára við serbneskan leikmann, Dusan Jaic að nafni, um að hann leiki með liðinu í efstu deild næsta sumar. 7.12.2004 00:01 Úrslit úr Meistaradeildinni Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. 7.12.2004 00:01 Tottenham býður í Emil Tottenham Hotspurs hefur gert tilboð í Emil Hallfreðsson leikmann FH. FH-ingar hafa þegar sent gagntilboð til enska félagsins sem þeir eru að skoða. Emil æfði með Tottenham í viku en hann kom heim um helgina. Emil hefur þegar farið í læknisskoðun hjá liðinu og stóðst hana. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru miklar líkur á því að samningar takist. 6.12.2004 00:01 Stórliðin mæta neðrideildarliðum Dregið var í gær í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu margir athyglisverðir leikir eru á dagskrá. Bikarmeistarar Manchester United fá utandeildarliðið Exeter í heimsókn, Íslendingaliðið Stoke City leikur gegn Arsenal á Highbury, Chelsea á heimaleik gegn Scunthorpe, utandeildarliðið Yaeding tekur á móti Newcastle, Burnley og Liverpool eigast við, Watford og Fulham mætast, Charlton fékk Rochdale á heimavelli, Ipswich tekur á móti Bolton og Tottenham mætir Brighton. Leikirnir verða 8 og níunda janúar næstkomandi og fjölmargir leikir verða í beinni útsendingu á Sýn. 6.12.2004 00:01 Arnar með sigurmarkið Arnar Grétarsson skoraði sigurmark Lokeren í 1-0 sigri á Oostene í belgísku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Marel Baldvinsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og fékk vítaspyrnuna sem Arnar skoraði úr. Arnar Þór Viðarsson lék allan tímann með Lokeren sem er í áttunda sæti eftir sigurinn. 6.12.2004 00:01 Jafntefli hjá Real Madrid Real Madrid tókst aðeins að brúa bilið á Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Real gerði markalaust jafntefli gegn Villareal á útivelli. Barelona er með níu stiga forystu. Liðið er með 35 stig eftir 14 umferðir. Real madrid og Espanyol eru með 26 stig. Espanyol vann góðan 1-0 útisigur á Real Zaragoza. 6.12.2004 00:01 Missti fingur við fögnuð Paulo Diogo leikmaður Servette missti fingur í leik liðsins gegn Schafthausen í svissneska boltanum í gær. Diogo lagði upp þriðja mark liðsins og fagnaði því mikið og stökk upp á járngirðingu og festi baugfingurinn í henni. Fingurinn var mjög illa farin og þurftu læknar að fjarlægja hann á sjúkrahúsi eftir leikinn. 6.12.2004 00:01 Ætlum að vinna riðilinn Keflvíkingar mæta Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í Árósum í kvöld. 6.12.2004 00:01 Nistelrooy hvíldur gegn Fenerbahce Manchester United mun hvíla Ruud van Nistelrooy í lokaleik liðsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem fram fer á miðvikudaginn. 6.12.2004 00:01 Nike-auglýsing bönnuð í Kína Stjórnvöld í Kína hafa bannað sýningar á Nike-auglýsingu þar sem sjá má Lebron James, leikmann Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum, í slagsmálum við teiknaðan kung-fu bardagalistamann. 6.12.2004 00:01 Phoenix Suns á góðu skriði Phoenix Suns er á mikilli siglingu í NBA-körfuboltanum um þessar mundir. 6.12.2004 00:01 Missti fingur í fagnaðarlátum Leikmaður í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, neyddist til að láta fjarlægja hluta af fingri eftir leik á sunnudaginn. 6.12.2004 00:01 Button ökumaður ársins Ökuþórinn Jenson Button var valinn ökumaður ársins af lesendum Autosport-blaðsins. 6.12.2004 00:01 Savage sendir aðdáendum tóninn Robbie Savage, miðjumaðurinn knái hjá Birmingham, sendi áhangendum liðsins tóninn á dögunum en margir hafa heimtað að Savage verði seldur þegar opnað verður fyrir leikmannaskipti í byrjun næsta árs. 6.12.2004 00:01 Spánn vann Davis Cup Hinn spænski Carlos Moya vann Bandaríkjamanninn Andy Roddick í fyrrakvöld og tryggði Spánverjum þar með sigurinn í Davis Cup. 6.12.2004 00:01 Liðið stendur og fellur með mér Fjórir riðlar í meistaradeildinni í fótbolta ljúka keppni í kvöld og verður þá ljóst hvaða átta lið fara upp úr þessum fjórum riðlum. Fimm lið, PSV Eindhoven, AC Milan, Barcelona, Internazionale og Chelsea eru örugg áfram í sextán liða úrslit. Hart er barist um hin þrjú sætin sem í boði eru. 6.12.2004 00:01 Campbell framlengir hjá Arsenal Varnarmaður Englandsmeistara Arsenal í ensku knattspyrnunni, Sol Campbell, staðfesti við breska fjölmiðla í dag að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið innan 2 vikna. Talsverð óvissa hefur ríkt um framtíð enska landsliðsmannsins hjá félaginu þar sem ekki náðust samningar á milli beggja aðila um nýjan samning þegar ár lifði af núgildandi samningi. 6.12.2004 00:01 Zola segir sorrí Gianfranco Zola, fyrrum leikmaður og sá dáðasti allra tíma hjá Chelsea sem nú leikur með Cagliari í Serie A í ítölsku knattspyrnunni er alltaf sami herramaðurinn inni við beinið og er fyrstur til að viðurkenna mistök sín. Zola lét nokkur vafasöm orð falla í garð Juventus í viðtali við ítalska fjölmiðla í síðustu viku. 6.12.2004 00:01 Viduka kemur Middlesbrough yfir Einn leikur stendur nú yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Middlesbrough er 1 - 0 yfir gegn Manchester City og skoraði Mark Viduka fyrir Boro strax á 9. mínútu. Leikurinn hófst klukkan 20.00. Þá er einn leikur í gangi í 1.deild kvenna í körfubolta. Kl 19:30 hófst leikur ÍS og UMFN og er staðan 40:21 fyrir ÍS. 6.12.2004 00:01 Fowler búinn að jafna fyrir City Einn leikur stendur nú yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Middlesbrough komst 1 - 0 yfir gegn Manchester City og skoraði Mark Viduka fyrir Boro strax á 9. mínútu. Robbie Fowler náði hins vegar að jafna metin fyrir City og er staðan 1-1 í hálfleik. Þá er einn leikur í gangi í 1.deild kvenna í körfubolta. Njarðvík leiðir gegn ÍS, 46:48. 6.12.2004 00:01 O Neal byrjaður að mæta á æfingar Jermaine O Neal, leikmaður Indiana Pacers í NBA körfuboltanum sneri aftur til æfinga í dag í fyrsta sinn síðan hann var úrskurðaður í 25 leikja bann í lok nóvember. O Neal er einn þriggja leikmanna Pacers sem settir voru í löng leikbönn vegna þátttöku sinnar í hópslagsmálunum margfrægu við áhorfendur í Detroit 19. nóvember sl. Hann tjáði sig ekki við fjölmiðla. 6.12.2004 00:01 Naumur sigur Stúdína í 1. deild Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem ÍS sigraði Njarðvík í sveiflukenndum leik, 56-52. Eftir að hafa verið 40:21 undir í hálfleik náðu Njarðvíkurstúlkur að komast yfir, 46:48 eftir þriðja leikhluta en Stúdínur sneru dæminu við og náðu að sigla yfir í lokin og tylltu sér það með í 2. sæti deildarinnar. 6.12.2004 00:01 Middlesbrough lagði City Middlesbrough heldur áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 3-2 sigri á Man City í kvöld og er nú í 5. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Man Utd. Mark Viduka skoraði tvö marka Boro í kvöld og Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði sigurmarkið. Robbie Fowler náði að jafna fyrir City í 1-1 á 39. mínútu og Bradley Wright-Phillips minnkaði muninn fyrir City í 3-2. 6.12.2004 00:01 Grindavík lagði KFÍ Grindavík vann KFÍ 116-94 í Intersportdeildinni í körfuknattleik á Ísafirði í gær. Páll Axel Vilbergsson skoraði 36 stig og Darrel Lewis 31 fyrir Grindavík en Josua Helm skoraði 46 stig fyrir KFÍ. 5.12.2004 00:01 HK sigraði Þrótt Reykjavík HK sigraði Þrótt Reykjavík 3-1 í 1. deild karla í blaki í gær. Þróttur vann fyrstu hrinuna en HK-menn unnu síðan þrjár hrinur í röð. Í 1. deild kvenna vann Þróttur í Neskaupstað Fylki 3-1. 5.12.2004 00:01 Hafnarfjarðarslagur hjá konunum Þrír leikir verða í DHL-deild kvenna í handbolta í dag. Klukkan 14 keppa Fram og Valur og Grótta/KR og Víkingur. Klukkan 17.30 mætast svo Haukar og FH. 5.12.2004 00:01 Úrslitin í NBA í gær Þrettán leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Dirk Nowitsky skoraði 30 stig þegar Dallas burstaði Utah 109-86. Tim Duncan skoraði 20 stig í stórsigri San Antonio Spurs á Milwaukee 104-83. 5.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Haukar lögðu Fram Einn leikur var í Norðurriðli DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld. Fram tapaði heima gegn Haukum 34-33. Með sigrinum eru Haukar á toppi riðilsins með 17 stig, en Fram er í fjórða sæti með 10. 8.12.2004 00:01
Gerrard hetja Liverpool Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. 8.12.2004 00:01
Besti handboltamaður heims Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stendur fyrir kosningu á heimasíðu sinni þessa dagana um besta handknattleiksmann heims. Ólafur Stefánsson er einn þeirra leikmanna sem kemur til greina í kjörinu. 7.12.2004 00:01
Tottenham enn að skoða tilboðið Tottenham Hotspurs er enn að skoða gagntilboð FH-inga í knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson. Eins og við sögðum frá í gær þá liggur á borðinu samningur Emils og Tottenham til 30 mánaða með tólf mánaða framlengingu. Félögin hafa ekki komist að samkomulagi um kaupverð en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá ber mikið í milli. 7.12.2004 00:01
Guðjón enn inni í myndinni Keflvíkingar eru enn ekki búnir að útiloka að Guðjón Þórðarson taki við liðinu í Landsbankadeildinni í fótbolta næsta sumar. Forráðamenn liðsins búast við að heyra í Guðjóni í dag eða á morgun. Keflvíkingar eru með fjóra þjálfara í sigtinu og Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnudeildar, segir einn af þeim vera útlending. 7.12.2004 00:01
Hoddle tekur við Úlfunum Glenn Hoddle hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska fyrstu deildarliðsins Wolverhampton Wanderers. Hoddle hefur verið atvinnulaus frá því hann var rekinn frá Tottenham í september á síðasta ári. Hoddle þjálfaði á sínum tíma enska landsliðið. 7.12.2004 00:01
8-liða úrslit í handboltanum Einn leikur er í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld. KA og ÍBV mætast í KA-heimilinu klukkan 19.15. 7.12.2004 00:01
ÍS lagði Njarðvík ÍS lagði Njarðvík að velli 56-52 í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 18 stig fyrir Stúdínur en Jamie Woudstra 25 fyrir Njarðvík. ÍS er í öðru til þriðja sæti ásamt Grindavík með tólf stig, Njarðvík er í næstneðsta sæti með fjögur stig. 7.12.2004 00:01
Kidd með góðan leik Jason Kidd lék fyrsta leik sinn á tímabilinu með New Jersey Nets eftir meiðsli og átti stóran þátt í sigri liðsins gegn Toronto Raptors 88-86. Richard Jefferson skoraði sigurkörfuna sjö sekúndum fyrir leikslok eftir sendingu Kidds. Kidd skoraði 10 stig, tók sex fráköst og átti þrjár stoðsendingar en hann lék í 21 mínútu. 7.12.2004 00:01
Kýldi mann og fékk 5 leikja bann Michael Mols, leikmaður Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að kýla leikmann Graafschap Doetinchem í síðasta mánuði. 7.12.2004 00:01
Rossi ráðinn þjálfari Atalanta Ítalska liðið Atalanta hefur ráðið Delio Rossi sem aðalþjálfara liðsins. 7.12.2004 00:01
Jason Kidd með á ný Jason Kidd lék sinn fyrsta leik með New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum í fyrrakvöld, þegar liðið mætti Toronto Raptors, en Kidd missti af fyrstu 18 leikjum tímabilsins vegna hnémeiðsla. 7.12.2004 00:01
Fyrrum leikmaður Rockets sýknaður Calvin Murphy, fyrrum leikmaður Houston Rockets í NBA-körfuboltanum, var sýknaður af ákæru fimm dætra sinna um að hafa misnotað þær kynferðislega. 7.12.2004 00:01
Hoddle tekur við Wolves Forráðamenn Wolves hafa tilkynnt að Glenn Hoddle sé tekinn við stöðu knattspyrnustjóra hjá liðinu. 7.12.2004 00:01
Maradona kominn heim Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona er komið aftur til síns heima í Argentínu eftir að hafa verið í þrjá mánuði í meðferð á Kúbu. 7.12.2004 00:01
Aresnal að rúlla yfir Rosenborg Þá er kominn hálfleikur í leikina átta í síðustu umferð Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Í E-riðli er Arsenal 4-1 yfir gegn Rosenborg á Highbury í hálfleik. Jose Antonio Reyes, Thierry Henry og Francesc Fabregas komu Arsenal í þrjú núll, en Erik Hoftun minnkaði muninn eftir skelfileg mistök hjá Manuel Almunia markverði Skyttnanna. Robert Pires skoraði svo fjórða markið úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir hálfleik. 7.12.2004 00:01
Keflavík tapaði gegn Bakken Bears Keflavík tapaði með fjórtán stiga mun, 104-90, gegn danska liðinu Bakken Bears í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í dag. Magnús Gunnarson var stigahæstur Keflvíkinga í með 27 stig en Anthony Glover kom næstur með 26. 7.12.2004 00:01
Meza úrskurðaður heiladauður Carlos Meza, boxari frá Kólumbíu, var í dag úrskurðaður heiladauður, fjórum dögum eftir að hann var rotaður í 12. lotu í bardaga gegn Ricardo Cordoba, en Maza komst aldrei til meðvitundar eftir rothöggið. 7.12.2004 00:01
Serbi finnur Þróttarann í sér Knattspyrnufélagið Þróttur hefur samið til tveggja ára við serbneskan leikmann, Dusan Jaic að nafni, um að hann leiki með liðinu í efstu deild næsta sumar. 7.12.2004 00:01
Úrslit úr Meistaradeildinni Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. 7.12.2004 00:01
Tottenham býður í Emil Tottenham Hotspurs hefur gert tilboð í Emil Hallfreðsson leikmann FH. FH-ingar hafa þegar sent gagntilboð til enska félagsins sem þeir eru að skoða. Emil æfði með Tottenham í viku en hann kom heim um helgina. Emil hefur þegar farið í læknisskoðun hjá liðinu og stóðst hana. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru miklar líkur á því að samningar takist. 6.12.2004 00:01
Stórliðin mæta neðrideildarliðum Dregið var í gær í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu margir athyglisverðir leikir eru á dagskrá. Bikarmeistarar Manchester United fá utandeildarliðið Exeter í heimsókn, Íslendingaliðið Stoke City leikur gegn Arsenal á Highbury, Chelsea á heimaleik gegn Scunthorpe, utandeildarliðið Yaeding tekur á móti Newcastle, Burnley og Liverpool eigast við, Watford og Fulham mætast, Charlton fékk Rochdale á heimavelli, Ipswich tekur á móti Bolton og Tottenham mætir Brighton. Leikirnir verða 8 og níunda janúar næstkomandi og fjölmargir leikir verða í beinni útsendingu á Sýn. 6.12.2004 00:01
Arnar með sigurmarkið Arnar Grétarsson skoraði sigurmark Lokeren í 1-0 sigri á Oostene í belgísku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Marel Baldvinsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og fékk vítaspyrnuna sem Arnar skoraði úr. Arnar Þór Viðarsson lék allan tímann með Lokeren sem er í áttunda sæti eftir sigurinn. 6.12.2004 00:01
Jafntefli hjá Real Madrid Real Madrid tókst aðeins að brúa bilið á Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Real gerði markalaust jafntefli gegn Villareal á útivelli. Barelona er með níu stiga forystu. Liðið er með 35 stig eftir 14 umferðir. Real madrid og Espanyol eru með 26 stig. Espanyol vann góðan 1-0 útisigur á Real Zaragoza. 6.12.2004 00:01
Missti fingur við fögnuð Paulo Diogo leikmaður Servette missti fingur í leik liðsins gegn Schafthausen í svissneska boltanum í gær. Diogo lagði upp þriðja mark liðsins og fagnaði því mikið og stökk upp á járngirðingu og festi baugfingurinn í henni. Fingurinn var mjög illa farin og þurftu læknar að fjarlægja hann á sjúkrahúsi eftir leikinn. 6.12.2004 00:01
Ætlum að vinna riðilinn Keflvíkingar mæta Bakken Bears í Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í Árósum í kvöld. 6.12.2004 00:01
Nistelrooy hvíldur gegn Fenerbahce Manchester United mun hvíla Ruud van Nistelrooy í lokaleik liðsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem fram fer á miðvikudaginn. 6.12.2004 00:01
Nike-auglýsing bönnuð í Kína Stjórnvöld í Kína hafa bannað sýningar á Nike-auglýsingu þar sem sjá má Lebron James, leikmann Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum, í slagsmálum við teiknaðan kung-fu bardagalistamann. 6.12.2004 00:01
Phoenix Suns á góðu skriði Phoenix Suns er á mikilli siglingu í NBA-körfuboltanum um þessar mundir. 6.12.2004 00:01
Missti fingur í fagnaðarlátum Leikmaður í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, neyddist til að láta fjarlægja hluta af fingri eftir leik á sunnudaginn. 6.12.2004 00:01
Button ökumaður ársins Ökuþórinn Jenson Button var valinn ökumaður ársins af lesendum Autosport-blaðsins. 6.12.2004 00:01
Savage sendir aðdáendum tóninn Robbie Savage, miðjumaðurinn knái hjá Birmingham, sendi áhangendum liðsins tóninn á dögunum en margir hafa heimtað að Savage verði seldur þegar opnað verður fyrir leikmannaskipti í byrjun næsta árs. 6.12.2004 00:01
Spánn vann Davis Cup Hinn spænski Carlos Moya vann Bandaríkjamanninn Andy Roddick í fyrrakvöld og tryggði Spánverjum þar með sigurinn í Davis Cup. 6.12.2004 00:01
Liðið stendur og fellur með mér Fjórir riðlar í meistaradeildinni í fótbolta ljúka keppni í kvöld og verður þá ljóst hvaða átta lið fara upp úr þessum fjórum riðlum. Fimm lið, PSV Eindhoven, AC Milan, Barcelona, Internazionale og Chelsea eru örugg áfram í sextán liða úrslit. Hart er barist um hin þrjú sætin sem í boði eru. 6.12.2004 00:01
Campbell framlengir hjá Arsenal Varnarmaður Englandsmeistara Arsenal í ensku knattspyrnunni, Sol Campbell, staðfesti við breska fjölmiðla í dag að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið innan 2 vikna. Talsverð óvissa hefur ríkt um framtíð enska landsliðsmannsins hjá félaginu þar sem ekki náðust samningar á milli beggja aðila um nýjan samning þegar ár lifði af núgildandi samningi. 6.12.2004 00:01
Zola segir sorrí Gianfranco Zola, fyrrum leikmaður og sá dáðasti allra tíma hjá Chelsea sem nú leikur með Cagliari í Serie A í ítölsku knattspyrnunni er alltaf sami herramaðurinn inni við beinið og er fyrstur til að viðurkenna mistök sín. Zola lét nokkur vafasöm orð falla í garð Juventus í viðtali við ítalska fjölmiðla í síðustu viku. 6.12.2004 00:01
Viduka kemur Middlesbrough yfir Einn leikur stendur nú yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Middlesbrough er 1 - 0 yfir gegn Manchester City og skoraði Mark Viduka fyrir Boro strax á 9. mínútu. Leikurinn hófst klukkan 20.00. Þá er einn leikur í gangi í 1.deild kvenna í körfubolta. Kl 19:30 hófst leikur ÍS og UMFN og er staðan 40:21 fyrir ÍS. 6.12.2004 00:01
Fowler búinn að jafna fyrir City Einn leikur stendur nú yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Middlesbrough komst 1 - 0 yfir gegn Manchester City og skoraði Mark Viduka fyrir Boro strax á 9. mínútu. Robbie Fowler náði hins vegar að jafna metin fyrir City og er staðan 1-1 í hálfleik. Þá er einn leikur í gangi í 1.deild kvenna í körfubolta. Njarðvík leiðir gegn ÍS, 46:48. 6.12.2004 00:01
O Neal byrjaður að mæta á æfingar Jermaine O Neal, leikmaður Indiana Pacers í NBA körfuboltanum sneri aftur til æfinga í dag í fyrsta sinn síðan hann var úrskurðaður í 25 leikja bann í lok nóvember. O Neal er einn þriggja leikmanna Pacers sem settir voru í löng leikbönn vegna þátttöku sinnar í hópslagsmálunum margfrægu við áhorfendur í Detroit 19. nóvember sl. Hann tjáði sig ekki við fjölmiðla. 6.12.2004 00:01
Naumur sigur Stúdína í 1. deild Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem ÍS sigraði Njarðvík í sveiflukenndum leik, 56-52. Eftir að hafa verið 40:21 undir í hálfleik náðu Njarðvíkurstúlkur að komast yfir, 46:48 eftir þriðja leikhluta en Stúdínur sneru dæminu við og náðu að sigla yfir í lokin og tylltu sér það með í 2. sæti deildarinnar. 6.12.2004 00:01
Middlesbrough lagði City Middlesbrough heldur áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 3-2 sigri á Man City í kvöld og er nú í 5. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Man Utd. Mark Viduka skoraði tvö marka Boro í kvöld og Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði sigurmarkið. Robbie Fowler náði að jafna fyrir City í 1-1 á 39. mínútu og Bradley Wright-Phillips minnkaði muninn fyrir City í 3-2. 6.12.2004 00:01
Grindavík lagði KFÍ Grindavík vann KFÍ 116-94 í Intersportdeildinni í körfuknattleik á Ísafirði í gær. Páll Axel Vilbergsson skoraði 36 stig og Darrel Lewis 31 fyrir Grindavík en Josua Helm skoraði 46 stig fyrir KFÍ. 5.12.2004 00:01
HK sigraði Þrótt Reykjavík HK sigraði Þrótt Reykjavík 3-1 í 1. deild karla í blaki í gær. Þróttur vann fyrstu hrinuna en HK-menn unnu síðan þrjár hrinur í röð. Í 1. deild kvenna vann Þróttur í Neskaupstað Fylki 3-1. 5.12.2004 00:01
Hafnarfjarðarslagur hjá konunum Þrír leikir verða í DHL-deild kvenna í handbolta í dag. Klukkan 14 keppa Fram og Valur og Grótta/KR og Víkingur. Klukkan 17.30 mætast svo Haukar og FH. 5.12.2004 00:01
Úrslitin í NBA í gær Þrettán leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Dirk Nowitsky skoraði 30 stig þegar Dallas burstaði Utah 109-86. Tim Duncan skoraði 20 stig í stórsigri San Antonio Spurs á Milwaukee 104-83. 5.12.2004 00:01