Sport

Guðjón enn inni í myndinni

Keflvíkingar eru enn ekki búnir að útiloka að Guðjón Þórðarson taki við liðinu í Landsbankadeildinni í fótbolta næsta sumar. Forráðamenn liðsins búast við að heyra í Guðjóni í dag eða á morgun. Keflvíkingar eru með fjóra þjálfara í sigtinu og Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnudeildar, staðfesti það í samtali við íþróttadeildina að einn af þeim væri útlendingur. Rúnar vildi ekki staðfesta að Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga, væri inni í myndinni en orðrómur hefur verið uppi um það að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×