Sport

Aresnal að rúlla yfir Rosenborg

Þá er kominn hálfleikur í leikina átta í síðustu umferð Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Í E-riðli er Arsenal 4-1 yfir gegn Rosenborg á Highbury í hálfleik. Jose Antonio Reyes, Thierry Henry og Francesc Fabregas komu Arsenal í þrjú núll, en Erik Hoftun minnkaði muninn eftir skelfileg mistök hjá Manuel Almunia markverði Skyttnanna. Robert Pires skoraði svo fjórða markið úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir hálfleik. Í hinum leiknum í riðlinum er Panathinaikos 2-1 yfir gegn PSV í hálfleik í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Það var síðan Markus Munch sem kom heimamönnum aftur yfir með marki úr vítaspyrnu á síðustu mínútu hálfleiksins. Í F-riðli er markalaust hjá Celtic og AC Milan í Skotlandi. Í hinum leiknum er Shakhtar Donetsk 2-0 yfir gegn Barcelona á Shakhtyor Stadium. Julius Aghahowa gerði bæði mörkin. Þess má geta að Barcelona hvílir marga lykilleikmenn í kvöld og eru menn eins og Martinez, Oleguer, Deco, Ronaldinho og Etoo allir á bekknum. Í G-riðli er Inter eitt núll yfir gegn Anderlecht á Ítalíu. Julio Cruz skoraði eina mark hálfleiksins á 32. mínútu. Í hinum leik riðilsins, leik Valencia og Werder Bremen, er ennþá markalaust. Í H-riðli er Chelsea 1-0 yfir gegn Porto í Portúgal, en Írinn Damien Duff gerði markið á 33. mínútu. Í hinum leik riðilsins, leik PSG og CSKA Moskva, er staðan 1-1. Sergei Semak kom Rússunum yfir á 29. mínútu, en Fabrice Pancrate jafnaði átta mínútum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×