Sport

Hoddle tekur við Úlfunum

Glenn Hoddle hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska fyrstu deildarliðsins Wolverhampton Wanderers. Hoddle hefur verið atvinnulaus frá því hann var rekinn frá Tottenham í september á síðasta ári. Hoddle þjálfaði á sínum tíma enska landsliðið. Wolves er í sautjánda sæti af 24 liðum en Dave Jones var rekinn frá félaginu fyrir nokkrum vikum. Þá var Stan Ternent ráðinn þjálfari Gillingham í dag en þeir eru í sömu deild og Úlfarnir en eru í næstneðsta sæti. Guðjón Þórðarson hafði gert sér vonir um að fá stöðuna hjá Gillingham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×