Sport

Missti fingur í fagnaðarlátum

Leikmaður í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, neyddist til að láta fjarlægja hluta af fingri eftir leik á sunnudaginn. Paulo Diogo, leikmaður Servette, fagnaði gríðarlega þegar hann lagði upp eitt af mörkum liðs síns í sigurleik gegn Schafthausen, 4-1. Diogo, sem gekk nýverið í það heilaga, stökk upp á girðingu,en veitti því enga athygli að giftingarhringurinn festist í girðingunni. Þegar hann stökk niður missti hann framan af fingrinum og læknar reyndu án árangurs að græða hann á að nýju. Því var brugðið á það ráð að fjarlægja fingurinn. Þess má geta að Diogo fékk gult spjald fyrir athæfið!



Fleiri fréttir

Sjá meira


×