Sport

Missti fingur við fögnuð

Paulo Diogo leikmaður Servette missti fingur í leik liðsins gegn Schafthausen í svissneska boltanum í gær. Diogo lagði upp þriðja mark liðsins og fagnaði því mikið og stökk upp á járngirðingu og festi baugfingurinn í henni. Fingurinn var mjög illa farin og þurftu læknar að fjarlægja hann á sjúkrahúsi eftir leikinn. Ekki nóg með þá fékk leikmaðurinn gula spjaldið frá dómaranum fyrir að fagna of mikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×