Sport

Fowler búinn að jafna fyrir City

Einn leikur stendur nú yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Middlesbrough komst 1 - 0 yfir gegn Manchester City og skoraði Mark Viduka fyrir Boro strax á 9. mínútu. Robbie Fowler náði hins vegar að jafna metin fyrir City og er staðan 1-1 í hálfleik. Leikurinn hófst klukkan 20.00. Þá er einn leikur í gangi í 1.deild kvenna í körfubolta. Kl 19:30 hófst leikur ÍS og UMFN og eftir að hafa verið 40:21 undir fyrr í leiknum er Njarðvíkurstúlkur nú komnar yfir gegn ÍS, 46:48. Leikurinn hófst kl 19.30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×