Úrslit úr Meistaradeildinni 7. desember 2004 00:01 Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
Þá er leikjum í E, F, G og H riðli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu lokið. Í E-riðli Sigraði Arsenal Rosenborg frá Noregi auðveldlega með fimm mörkum gegn einu. Reyes, Henry og Fabregas komu Arsenal í 3-0, en Erik Hoftun minnkaði muninn fyrir Rosenborg. Robert Pires kom Arsenal í 4-1 með marki úr vítaspyrnu og Robin Van Persie inniglaði svo sigurinn eftir að hafa komið inná sem varamaður með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Í hinum leik riðilsins sigraði Panathinaikos PSV örugglega 4-1 á Apostolos Nikolaidis Stadium í Grikklandi. Dimitrios Papadopoulos kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik, en DaMarcus Beasley jafnaði sjö mínútum síðar. Markus Munch kom svo heimamönnum í 3-1 með tveimur mörkum, því fyrra úr vítaspyrnu, áður en Lucian Sanmartean innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok. Arsenal og PSV komast upp úr riðlinum en Panathinaikos fer í UEFA keppnina. Í F-riðli Sigraði Shakhtar Donetsk Barselona 2-0 með tveimur mörkum frá Julius Aghahowa í fyrri hálfleik. Í hinum leiknum gerðu Celtic og AC Milan markalaust jafntefli í Skotlandi. Fyrir kvöldið voru bæði Barcelona og AC Milan komin áfram og því aðeins spurning um hvort Celtic eða Shakhtar Donetsk kæmist í UEFA keppnina. Með sigri Shakhtar Donetsk tryggðu þeir sér þriðja sætið og sæti í UEFA keppninni, en Celtic situr eftir með sárt ennið. Í G-riðli Sigraði Inter Anderlecht 3-0. Julio Cruz kom Inter yfir á 32. mínútu og hinn ungi Obafemi Martins bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Í hinum leik riðilsins tapaði Valencia fyrir Werder Bremen á Mesalla vellinum í Valencia. Með sigrinum tryggði Bremen sig áfram, ásamt Inter, en Valencia þarf að gera sér sæti í UEFA keppninni að góðu. Í H-riðli tapaði Chelsea gegn Porto á Estadio do Dragao í Portúgal. Damien Duff kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Ribas Diego og Benni McCarthy tryggðu Porto sigur í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins sigraði CSKA Moskva PSG í Frakklandi. Sergei Semak kom CSKA Moskva yfir á 29. mínútu en Fabrice Pancrate jafnaði á þeirri 37. Á 54. mínútu var Deividas Semberas rekinn af velli hjá CSKA, en einum færri tókst þeim að skora á 64. mínútu og var þar að verki Sergei Semak aftur. Á 70. mínútu fullkomnaði Semak síðan þrennuna og tryggði CSKA 3-1 sigur. Á loka mínútu leiksins var síðan Bernard Mendy rekin af velli hjá Frökkunum. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Chelsea og Porto komast áfram í 16-liða úrslitin, en CSKA Moskva fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira